Menntamál - 01.07.1928, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.07.1928, Blaðsíða 10
72 MENTAMÁL Fræðslumál á þingi 1928. Þa'S heíÖi þótt ótrúlegt fyrir nokkruin árum, þegar við sjálft lá, þing eftir þing, að fræðslulögin væri numin úr gildi, að þessi hin sömu fræ'Öslulög gengi fram, stórum hætt, fám árum síðar. En svo varð 1926. Og lögin gengu þá fram mótstöðulaust i rauninni. En bak við þann atburð liggur hörð barátta, og mun síðar tækifæri til að rifja upp þá sögu. Enn meiri fyrirsögn hefði það þótt á þessúm árum, að á einu og sama þingi gengi fram margvisleg ákvæði um bættan hag og aukin rjettindi kennarastjettarinnar, eða að verulegt tillit væri tekið til óska hennar og tillagna um fræðslumál. En svo var á siðasta þingi. Og gamla mótstaðan og óvildin ljet varla á sjer bæra. Þrjár höfuðástæður liggja að þessum um- skiftum. Það fyrst, að menn eru nú ekki eins bölsýnir og fyr á fjárhagslega afkomu þjóðarinnar; það annað, að þingiS snýst nú öðruvísi við þessum málum. En um þriðju ástæðuna er mest vert fyrir sjálfa kennarastjettina, en hún er sú, að stjettin fer vaxandi í áliti; hún heíir unnið sjer það traust með starfi sínu, að menn leyfa sjer síður en áður að níða niður verk hennar og sóma. Þeir menn, sem það hafa gert, finna nú betur en áður, að ekki mun tjá að spyrna gegn broddunum. — Utanfararstyrkur handa barnakennurum var fyrst upp tekinn 1915, og var tvö árin fyrstu veittur tilgreindum mönnum. Síðan var um mörg ár veitt ákveðin fjárhæð i fjárlögum í þessu skyni, sem fræðslumálastjórnin ráðstafaði handa einum manni í senn. — Þessi styrkur var af tekinn á sparnaðarárunum, sem vænta mátti, og stóð svo lengi. 1927 var á ný tilgreindum manni veitt- ur nokkur styrkur (1600 kr.), og mátti þá vænta, að hirin gamli styrkur fengist ef til vill tekinn upp aftur, áður langt liði. En þrásinnis var búið að fella hann. í fjárlagafrv. því, sem núverandi stjórn lagði fyrir þing, tók hún upp 3000 k r. utanfararstyrk handa Ijarnakenn-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.