Menntamál - 01.07.1928, Blaðsíða 12
74
MÉNTAMAL
starf fyrir ungmennaskólana eins og til er tekiö i 2. gr., a'5
því er snertir barnaskóla landsins.
4. gr. Fræöslumálanefndir starfa launalaust, en fá endur-
greidd nauösynleg útgjöld til síma, brjefaskrifta og aöstoöar.
5. gr. Nú brýtur skóli í verulegum atriöum í bága við
fyrirskipanir þær, sem gefnar eru eftir lögum þessum, og
skal þá landsstjórninni skylt að halda eftir styrk eða launa-
greiðslum til hans, þar til úr er bætt.
6. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin eldri lög og
fyrirmæli, er fara í bága við þessi lög.
7. gr. Lög þess öðlast gildi þegar i stað.
Öll undanfarin ár hefir á kennaraþingum verið hreyft þeim
málinn, að meira og mirma leyti, Sem þessi lög fjalla um. F.ink-
um hefir hvað eftir annað verið skorað á fræðslumálastjórnina
að koma á sameiginlegum skriflegum prófum, en í öðru lagi að
koma skipulagi á útgáfu kenslubóka og eftirliti með vöndun
þeirra; loks hafa hin seinni ár komið fram eindregnar raddir
um það, að samræma kenslu í barnaskólum landsins, eftir því
sem föng eru á, eða setja námsskrá fyrir skólana.
Hinn 19. felrr. 1923 skrifaði stjórn kennarasambandsins langt
erindi til kenslumálaráðuneytisins, þar sem hún leggur það til,
að þá þegar verði byrjað á að undirbúa skrifleg barnapróf um
land alt. Síðan hefir það mál verið á döfinni, og mikið verið
rætt á kennaraþingum. Ýmsir ytri erfiðleikar eru á þessu, einna
mest það, hve mislangur námstíminn er i skólunum. Sumir far-
skólar hætta á miðjum vetri, en föstu skólarnir standa fram
í maí.
Um kenslubækurnar er það að segja, að mörg atriði þess
máls eru glögg og einföld; en skortur er mikill á góðum bók-
um, svo að vandræði eru í sumum greinum, og tekur sinn tíma
að bæta úr því.
En lang-vandasamasta verkið verður sjálf námsskráin. Bæði
er það, liversu hjer er í mörg horn að líta, hve ólíkir og marg-
víslegir skólarnir eru og kensluhættirnir margir. Svo er hitt.