Menntamál - 01.10.1931, Page 3

Menntamál - 01.10.1931, Page 3
MENNTAMAL ÚTGEFANDl: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON V. ÁR Október 1931. 5. BLAÐ Ensk skólamál. (Frh.) Bókfræðsla. NnkkuÖ er það misrnunandi og komiÖ undir næini barnsins, Jiroska ])ess og aldri, hve nær þaÖ fer aÖ lesa á bók. En bókin er notuÖ svo fljótt sem unnt er. Barnabækur Englcndinga eru margar ágætar. Letrið cr stórt, fallegt og skýrt, myndir. ágætar og efni valið. Eiga Englendingar mikið úrval lesbóka. Er efni þeirra margvislegt, æfintýri, sögur, kvæði, nátt- úrufræði, landafræði og þættir úr mannkynssögu. Frásögnin er oft svo prýðileg, að börnin fýsir mjög að lesa. Gera þau það sem þau geta, til ])ess að skilja efnið. Sagnablær og æfintýra- ljómi fegrar eíni og frásögn. Myndir eru margar og góðar í bókum þessum. Þráfaldlega, eyða kennarar miklum tima í að láta börnin athuga myndirnar og læra af þeim. 1 Ivert barn hefir eina bók. Engar bækur þurfa börnin að kaupa. l'tíkið leggur skólunum til allar bækur i öllum greinum. Þegar börnin eru læs orðin,. byrjar venjulegt fræðanám. Lesgreinir eru ])essar: enska, kristinfræði, reikningur, saga Englendinga, landafræði. náttúrufræði og mannkynssaga. Síðar er námsgreinum fjölgað. Eins og áður er sagt, eru kennslustundir smábarnanna aðeins tuttugu mínútur. Miðdeildirnar, sjö til ellefu ára börnin, sitja ekki lengur við nám í senn en þrjátíu mínútur. Kennslustundir í efstu deildum skólanna eru fjörutíu til fjörutiu og fimm mín- útur. Englendingar leggja mikla stund á að kenna börnum sínum móðurmáliÖ. Er all erfitt að kenna þeim sæmilega enska tungu.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.