Menntamál - 01.10.1931, Qupperneq 5

Menntamál - 01.10.1931, Qupperneq 5
MENNTAMÁL 67 ur hundruð. En oft voru þrjú skólahús íi sönni lóÖ, eÖa í grend hvert við annaÖ. Voru þá smáhörn i einu húsinu, telpur í ööru og drengir í hinu þriðja. Margir Englendingar eru þeirrar skoðunar, að hentugra sé að hafa drengi sér og telpur sér, þegar hörnin stálpast. Telja þeir, að annað eigi við drengi en telpur. Og þykir þeim, að reynslan hafi staðfest, að telpum hæfi aðrir leikir en drengj- um, önnur umgengni, önnur verkefni, önnur aðbúð og svo framvegis. Þeir líta svo á, að drengjum og telpum l)íði ger- ólíkt hlutverk í þjóðfélaginu, er fullorðinsárin koma. Aðrir hyggja að sama eigi yfir hæði kynin að ganga, meðan hörnin séu á barnsaldri. X'itanlega eru margir samskólar í Englandi. I'eir eru venju- lega fjölmennari en hinir skólarnir. liru þar tíðum upp að þúsund nemendum, og jafnvel fleiri. Nýju skólahúsin á Englandi eru stórkostlega myndarleg og hentug. Leiksvæði eru stór. Skýli eru reist á leiksvæðunum, svo að hörnin geti haft ])ar afdrep, þegar slæm eru veður. Stærsta stofan i skólahúsinu er salurinn og höllin. Þar koma öll börnin saman -á hverjum morgni. Vanalega eiga skólastjórarnir ekki heima í skólahúsunum. En þeim er ætluð þar skrifstofa. Karlmenn hafa kennarastofu sér og kventnenn aðra. Viða er umsjónarmönnum skóla reist íbúðarhús á skólalóðum. Hafa þeir umsjón með skólahúsun- um og sjá um hreinlæti allt. Sérstakar stofur eru ætlaðar fyrir náttúrufræðikennslu, mynda- sýningar, handavinnu, matreiðslu og önnur heimilisverk. Sam- söngur er í skólasalnum. Eegla er ]>rýðileg í enskum skólum. Skólastjórar ganga á undan með eftirdæmi og eru sífellt til taks. hvað sem í skerst. Þeir koma í skólana á settum tíma. Inni í skrifstofum þeirra eru hækur, sem ]>eir rita nöfn sín í á hverjum degi, ])egar ]>eir koma, og er þeir fara. Þetta gera einnig allir kennararnir. Skal nákvæmlega tekið til á hvaða mínútu þeir koma í skól- ana og fara úr þeim. Mun þetta eiga nokkurn þátt í þvi, að

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.