Menntamál - 01.10.1931, Page 13

Menntamál - 01.10.1931, Page 13
MENNTAMÁL /3 •er, anhars er l>ezt að ]>ær komi frá börnunum. Þéim þarf a'Ö minnsta kosti að finnast, að þau séu að vinna starfið sjálf. Þá fyrst vex þeim áhugi og ábyrgðartilfinning. Þegar þau eru byrjuð, er eins og eitt starf fæði af sér annað. Það mun rétt vera, sem John Dewey, cinn hinn mesti uppeldisfræðingur nú- tímans, hefir haldið fram, að gott og illt séu ,,relativ“ hugtök. Sama verkið getur verið gott í einu tilfelli, en illt í öðru. Vana- lega kallar hver ]>að illt, sem honum sjálfum er óþægilegt. Til dæmis var eitt sinn safnað svörum við sptlrningu: ,,Hvað cr vcrst í fari barna?“ Kennarar sögðu oftast: cftirtcktarlcysi, foreldrar: óhlýðni og ósamis'úgli, en börnin sjálf sögðu að það væri griiinml og harðleikni. Þeim, sem starfa að uppeldi, væri hollt að athuga vel, live oft ]>eir hanna harni af áhuga fyrir vclferð þess, og hve oft af áhuga fyrir eigin þægindum eða jafnvel dutlungum. Sé ]>aÖ rétt. að ekki sé hægt að kalla neitt verk golt í gegnum ]>ykkt og þunnt og í öllum kringumstæðum. af þvi að gerðir manna séu góðar eða illar, eftir afstöðu þeirrá til annara manna, hvar á þá að draga línuna milli hinna góðu og illu starfa? John Dewey segir. að þær athaínir séu illar, sem hindra frekari athafnir, og ]>au störf góð, sem leiða til meiri starfa. Væri ]>essi kenning rétt, mvndi mega flokka allri kennslu í góða og illa kennslu, eftir ]>ví, hvort athafnir kennarans hindra eða anka áhugarík störf harnanna. Það eitt er víst, að áhugi, starfs]>rá og starfsgleði eru ein- hverjir beztu förunautar hvers manns og l>landa sætu í hvern bikar lífsins, er ]>eir ná til. Því er ver, að fullorðnir virðast oft ekki hafa eins mikið af þessum gullvægu eiginleikum og harnið. Hvort sem þetta stafar af hinum „negativu" hoðum hinna fullorðnu, sem miða að ]>ví að hindra störf barnanna eða af öðru. „Þú skalt ekki“, „láttu kvrt", „hafðu ekki hátt“, eru einkunnarorð uppeldisins víða á heimilum, í skólum og úti í leikvallarlausum þorpum, þangað til svo er komið, að ]>að að vera góður, þýðir í huga barnsins að vcra kyr og l>egja. Fjölmörg börn skrifuðu ritæfingu, um fyrirsögn, sem þeim

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.