Menntamál - 01.03.1933, Qupperneq 6

Menntamál - 01.03.1933, Qupperneq 6
3§ MENNTAMÁL efnum fyrir sig, og hún var talin óyggjandi fyrir börnin einn- ig. En athuganir hafa nú leitt í ljós, aÖ svo er ekki. Tökum dæmi: Þegar börnum var kennt aÖ teikna, þá var talið sjálf- sagt aÖ hyrja á beinum línum, hornum og bogum o. s. frv. Hugsunin var sú, að þessir hlutir væru þeir einföklustu_ frum- drættir, scm allt annaÖ í dráttlistinni ætti a8 hyggjast á, og þess vegna væri um að gera að æfa þessa frumdrætti nógu vel, til þess að geta síðar sett saman úr þeim allt milli him- ins og jarðar. Sama máli gegndi um lestur og skrift; þar átti að byrja á stöfum, til þess að geta svo sett saman úr þeim hvaða orð og setningar sem var. 1 raun og veru er þetta allt öfugt. Ekkert er torskildara fyrir smábörn en sérstakir, sundur- lausir hlutar af hverju sem er og ekkert fjarlægara eðlisfari þeirra en að álykta frá partinum til heildarinnar. Börn skynja og hugsa i heildarmyndum. Þatt t. d. skilja og rnuna betur orð eða setningu, sem sett er í samband við þekktan hlut eða at- burð, heldur en einstakan bókstaf eða atkvæði, sem ekki tákn- ar neitt, sent þau kannast við. Á sarna hátt er börnum stór- urn auðveldara að Ityrja á því að teikna menn og dýr, hús og skip og annað þvílíkt, sem þau hafa ákveðnar hugmyndir um, heldur en strik og klossa, sem þeirn er eins fjarlægt og óskilj- anlegt og mest má verða. Eg gæti talið upp fjöldamörg at- riði þessu lik, sem uppeldisvísindin hafa brugðið nýju Ijósi yfir. Eg hefi ekki tíma til að telja þau öll upp, en vildi, áður en eg tala um kennsluaðferðir, minnast sérstaklega á eitt, sent oftast er notað sem ádeiluefni á hendur nýskólastefnunni. En það er viðhorfið til leiks og starfs. Almennasta mótbára gegn nýskólunum, bæði eins og þeir eru í frantkvæmd og kenningu, er sú, að börnin séu látin leika sér allt of mikið á kostnað gagnlegra lærdómsstarfa. Til þess að ])essi mótbára geti talist réttmæt, þarf að færa sönnur á þrennt: í fyrsta lagi, að hægt sé að láta börn á skólaskyldualdri fara á mis við að leika sér, án þess að þau biði tjón á líkama og sál. 1 öðru lagi, að ann- að sé gagnlegra börnum og vænlegra til alhliða þroska en leik- ir, sem sniðnir eru við áhuga þeirra og getu, og eru um leið

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.