Menntamál - 01.03.1933, Side 8
40
MENNTAMÁL
leikföngunum. Ennfremur má benda á þaÖ, aÖ börn, sem eru
á batavegi eftir þunga sjúkdómslegu, byrja að leika sér i rúm-
inu löngu áður en þau eru búin að ná sér sv'o, að þau hafi
orku aflögu.
Þá kemur næst til greina kenning sú um leikina, sem Stan-
ley Hall kom fram með 1902. Samkvæmt hans skoðun ættu
leikirnir aðeins að vera leifar af athöfnum horfinna kynslóða,
leifar, sem hafa haldist við hjá barninu, í samræmi við hið
fræga líffræðilögmál Haekles: Þroskaferill barnsins er stutt
upprifjun á þróun kynslóðanna. Skoðun sína liyggði Hall á
fjölda athugana á leikjum barna. Athuganir þessar leiddu í
ljós, að leikirnir þróast eftir því, sem börin eldast, hér um bil
á sama hátt og samsvarandi athafnir hafa þróast í lífi kyn-
slóðanna. Þannig er það t. d., að veiðileikirnir eflast á aldrin-
um 7—9 ára, en verða svo síðar fágætari, en ýmiskonar félags-
leikir koma í staðinn. Iiugmynd Halls er sú, að leikurinn sé
nauðsynlegur til þess að útrýma öllum þessum leifum frá göml-
um tímum, sem orðnar eru ógagnlegar. Eftir því ætti barnið
að gera æfingar „eins og froskurinn hreyfir halann til þess
að hann hverfi“. Þessar athuganir Halls, sem eru að finna í
„Some social aspects of education“ 1902, eru vafalaust réttar
að því leyti, að niargt í leikjum barna minnir á áfanga á þró-
unarbraut mannkynsins, en liitt telja sálarfræðingar nú yfir-
leitt hæpið, að jafn stöðugar og víðtækar æfingar og leikirnir
koma af stað, miði til þess eins að veilda og nema í burtu,
enda virðist Hall síðar hafa snúið í áttina til þeirrar skýring-
ar, sem nú er í grundvallaratriðum talin hin rétta, og sem nú
skal vikið að nokkrum orðum. Skoðun þessi er í stuttu máli
sú, að leikirnir séu til þess, að æfa ungviðin og búa þau undir
hin alvarlegu störf lifsins. Hún kemur fyrst fram hjá ensk-
um lækni, Jolm Stratchan, í lítilli bók, „What is play“, sem
kom út 1877. En það er Þjóðverjinn Karl Groos, sem ryður
henni braut og rökstyður hana ýtarlega frá líffræðilegu sjónar-
miði. Rannsóknir hans og ályktanir er að finna í þrem bókum r
Leikur dýranna, sem út kom í Jena 1896, Leikir mannanna,