Menntamál - 01.03.1933, Side 9
MENNTAMÁL
4i
Jena 1899 og Lífsgildi leikjanna, Jena 1910. Groos bendir á
]iá staÖreynd, aÖ leikirnir eru með ýmsu móti eftir því um
hva'ða flokk dýra er að ræða, og að leikir ungviðanna líkjast
mjög starfsháttum fullorðinna dýra sömu tegundar. Það eru,
með öðrum orðum, hér um bil jafn margskonar leikir og eðlis-
hvatir, t. d. baráttuleikir, veiðileikir, ástaleikir o. s. frv. Kett-
lingur stekkur t. d. á bandhnykil eða pappírsblað, sem hreyfist*
fyrir framan hann, á sama hátt og hann seinna stekkur á mús
eða fugl, uppáhaldsbráð sína. Kiðlingar og hrútlömb leika sér
að því að stangast og æfa þannig hornin, sem síðar verða þeim
til varnar og sóknar. Aftur á móti sjást aldrei í leikjum sér-
staks dýraflokks athafnir, sem einkenna eðlishvatir annarrar
tegundar dýra. Það þýðir lítið að hreyfa pappírsblað eða draga
tvinnakefli á undan kiðlingi. Hann stekkur ekki á það til þess
að hremma það, fremur en kettlingarnir taka upp á þvi að
stangast.
Það liggur því beint við að líta á leikina sem æfingar til
undirbúnings alvarlegum lifsstörfum. Við fæðingu er meiri
hluti meðfæddra eðlishvata allt of vanþroska, sérstaklega hjá
æðri dýrum og manninum, til þess að geta fullkomnað hlutverk
sitt í þjónustu lífsins. Eðlishvatirnar þurfa þá ýmist að æfast
eða fá uppbót gegnum utanaðkomandi lærdóm. Það eru leik-
irnir, sem hafa þetta hlutverk að vinna. Eins og það þarf vel
og lengi að æfa brögð til þess að verða góður glímumaður, þarf
einnig að hafa verið ungur til þess að verða hæfur fullorðinn
maður.
Hjá hinum lægri dýrum er undirbúningurinn undir fullorð-
insárin mjög litilfjörlegur og einfaldur. Ánamaðksafkvæmi t. d.
þarf ekki lengi að leika ánamaðk til þess að verða útlærður
ánamaðkur. En eftir þvi sem ofar dregur í þróunarstiga dýra-
flokkanna, verður lærdómstiminn lengri. Músarunginn verður
að leika mús dálítinn tíma til þess að komast í tölu sannra músa,
hænuunginn verður að leika foreldra sína um nokkurt skeið til
þess að verða góður hani eða hæna, kiðlingurinn og lambið
þurfa um talsvert lengri tíma að hoppa, stökkva og stangast