Menntamál - 01.03.1933, Side 10

Menntamál - 01.03.1933, Side 10
42 MENNTAMÁL áÖur en þau verða fullkomnar geitur og sauSkindur. Og loks verða börnin aÖ leika mann eða konu svo árum skiptir, til þess að verÖa til sóma sem maÖur eÖa kona. Groos virÖist því hafa á réttu að standa, þar sem hann segir: Dýrið leikur sér ekki > vecjna þcss að það er ungt, lieldur er því gefin œska vegna þess að það h'cfir þörf fyrir að leika sér. *■ Þessi líffræðilegi megintilgangur leikjanna, sem Groos fyrir rúmum 30 árum leiddi i ljós með rannsóknum sínum, er nú af fræðimönnum yfirleitt talinn í aðalatriðum réttur, en síðar hef- ir komið í ljós, að hlutverk leikjanna er ennþá víðtækara og þýðingarmeira en jafnvel Groos grunaði. Carr hefir t. d. sýnt fram á, og styðst þar við lífeðlisfræðilegar tilraunir, að leik- irnir eiga mjög mikinn beinan þátt í að þroska vissa þætti heil- ans og taugakerfisins, svo að án þeirra myndu þessi líffæri halda áfram að vera jafn lítt starfhæf og þau eru við fæðingu. Að þessu athuguðu er það dálítið undarlegt að heyra menn, jafnvel þá, sem fást við skólamál, láta sér um munn fara um- mæli i þá átt, að við íslendingar höfum ekki efni á þvi að halda uppi barnaskólum, sem stefna að ])ví, að láta námið fara sem mest fram i leik. Þetta verður þeim mun furðulegra, þegar þess er gætt, að á glæsilegasta menningartímabili í sögu Islendinga, gullöldinni, voru leikirnir einmitt uppistaðan í öllu uppeldi þjóðarinnar. Eða hvert myndi ])á stefna menningu og sjálf- stæði þjóðar vorrar, ef hún hefði ekki tök á því að veita börn- um sínum þess háttar uppeldi, sem líffræðileg, sálfræðileg og menningarsöguleg rök krefjast þeim til handa? Eg hefi hér að framan í stuttu yfirliti bent á lífsgildi leikj- anna og hvernig það eykst að sama skapi, sem ofar kernur í þróunarstigann, og er þar af leiðandi mest hjá manninum. For- mælendur hins gamla skóla kynnu þar til að svara: „Við get- um að vísu ekki borið brigður á það, að leikirnir hafa ákveð- ið hlutverk að vinna i þjónustu vaxtar og þroska, en börnin hafa nægan tíma til að leika sér, þótt þau geri það ekki í kennslu- l stundum skólans. Þar eiga þau að starfa, starfa að þvi að læra ákveðnar staðreyndir, sem þeiin er nauðsynlegt að kunna þá er j

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.