Menntamál - 01.03.1933, Qupperneq 12

Menntamál - 01.03.1933, Qupperneq 12
44 MENNTAMÁL þá um leiÖ kemur hlutheimurinn til sögunnar með öllum sínum erfiðleikum, erfiðleikum, sem barnið þarf að sigrast á til að ná markmiðum sínum og fá fullnægju í leiknum. En um leið og inn í leikina spinnast erfiðleikar, sem ekki eru í sjálfu sér keppikefli, koma einkenni starfsins til sögunnar. Hugsum okk- ur t. d. dreng, sem er að láta bát sigla á tjörn, og allt í einu kemur vindhviða og hvolfir bátnum. Markmiðið í leiknum er að láta bátinn sigla frá einum enda tjarnarinnar til annars, en nú hafa náttúruöflin gripið í taumana, og drengurinn verður að finna úrræði, vaða út í tjörnina, sækja stöng, fá fullorðinn mann sér til hjálpar o. s. frv. Allt eru þetta athafnir, sem ekki eru unnar sjálfra sín vegna, heldur sem tæki til að ná mark- miði í leiknum, og bera þar af leiðandi einkenni starfsins. Og eftir því, sem börnin þroskast, og leikir þeirra verða nákvæm- ari stæling á lífi og menningu þeirra fullorðnu, því fleiri ein- kenni starfsins fá þeir, og flytjast fet fyrir fet upp eftir lín- unni leikur—starf. Og þetta er einmitt sá þróunarferill, sem náttúran sjálf hefir afmarkað barninu til handa. Þessu lögmáli misþyrmir hinn gamli skóli. Þar er viðkvæðið þetta: Strax þegar við erum af barnsárunum heimtar lífið af okkur allskon- ar leiðinleg skyldustörf, og eftir því, sem við lærum betur að rækja skyldur okkar, án nokkurs tillits til þess, sem við höfum áhuga á, verðum við þarfari og hamingjusamari menn. Þess vegna er hest að börnin læri sem allra fyrst að rækja störf, sem líkjast sem mest alvöru hversdagslífsins, og venjist þannig því lífi, sem þau síðar eru neydd til að lifa. Þögnin og kyrrsetan í kennslustundunum á að innræta börn- unum háttprýði og hlýðni. Hið leiðinlega þvingunarstarf á að efla þrautseigju, starfsþrek og sjálfsafneitun, utanaðlærdómur tilsniðinna sanninda fullorðinna manna á að veita börnum þá þekkingu, sem þau þurfa á að halda til þess að komast áfram í lífinu þegar þau eru orðin stór. Tilgangurinn er því, eins og að líkindum lætur, góður, og á yfirlíorðinu kann fyrirkomulag þetta að líta vel út, en gallinn er sá, að það brýtur í bága við rök reynslunnar á þann hátt,

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.