Menntamál - 01.03.1933, Page 13
MENNTAMÁL
45
aÖ það fullnægir ekki lífs- og vaxtarþörfum barnanna. Þeg-
ar börnin koma í skólann, t. d. 8 ára gömul, er þeim, samkvæmt
fyrirkomulagi erfðavenjuskólans, skipað að vinna ákveðin verk
á vissum tímum. Verkefnin eru ekki valin með tilliti til áhuga
barnanna eða lífsreynslu, heldur miðuð við það eitt, að það
sem þau læra, verði þeim gagnlegt, þegar þau eru orðin stór.
Þvingunin, leiðindin i stritinu, er bara betra, segja formælend-
ur hins gamla skóla. Þau ternja börnunum þolgæði og þraut-
seigju. Þolgæði og þrautseigja geta táknað að minnsta kosti
tvennt mjög ólíkt. Það er stundum kallað þrautseigja og þol-
gæði, þegar menn sætta sig við grimm örlög, láta svo ger-
samlega bugast af óviðráðanlegum öflum, að þeir sætta sig
við og taka með þögn og þolinmæði öllu, sem að höndum ber.
Hin tegund þrautseigju er það, að geta af ásettu ráði þolað
allskonar erfiði, áreynslu og þrautir, til þess að ná settu marki, til
þess að koma fyrirætlunum og hugsjónum í framkvæmd. I
síðari merkingunni er þrautseigjan jákvæð dyggð, sem hverj-
um manni, sem einhverju vill áorka, er nauðsynleg, en getur
ekki þroskast á annan hátt en þann, að menn eignist áhugamál
og læri að skipuleggja störf sín, til þess að koma þeim í fratn-
kvæmd. í hinni fyrri tnerkingu eru þrautseigja og þolgæði
neikvæðir eiginleikar, sem hjá börnum myndu tákna vaxtar-
kyrking og vesaldóm. Hinn gamli skóli, með öllum sínum vald-
boðum og þvingunum, virðist vera sérstaklega vel fallinn til
að skapa þolgæði af þessu tagi, þ. e. þolgæði, sem sprottið er
af kjarkleysi og örvæntingu, og gæti maður þvi jafnvel búist
við að áhrif hans væru að þessu leyti ennþá háskalegri en raun
ber vitni um. Hjálpin liggur i þvi, að skólunum tekst ekki
nema að nokkru leyti að þvinga börnin. Þegar börnum er skip-
að að vinna að einhverju senr þau hvorki skilja eða hafa áhuga
á, þá leggja þau yfirleitt ekki fram alla krafta sína, heldur að-
eins þá minnstu vinnu, sem þau geta komist af með. Ekki þarf
annað en að koma inn í kennslustofu þar sem gamaldags kennsla
fer fram, til að sannfærast um þetta. Meiri hluti barnanna er mjög
oft með hugann íjarri verkefni bekkjarins. Eitt eða tvö börn í