Menntamál - 01.03.1933, Blaðsíða 15
MEN NTAMÁL
47
þegar hann fullnægir einhverri þörf, andlegri. eÖa líkamlegri.
Soltinn matSur hefir áhuga á mat vegna þess a<5 hann hefir þörf
fyrir a'Ö ná í liann. Grasaíræðingurinn hefir áhuga á fágætri
jurt, vegna þess að það skiptir máli fyrir hann að þekkja hana
o. S: frv.“ Hér er annars ekki ástæða til að fara nákvæmlega
út í samanburð á skýringum sálarfræðinganna á þessu hugtaki.
Það skiptir mestu máli í þessu safnbandi, og um það eru barna-
sálarfræðingarnir yfirleitt sarnmálá; að hjá börnunum er áhug,-
inn lang-oftast vottur úm þörf fyrir vöxt, líkama eða sálar. Og
reynslan sýnir, að hlutir þeir eða viðfangsefni, sem vekja áhuga
barnánna, breytast eftir því, sem þau þroskast. Sjálfsagt er það
ekki af tilviljun, að áhugi barna á fyrsta ári beinist aðallega að
öllu því, sem ber fyrir skynfærin, svo sem að rimlunum á vögg-
unni, litnum á sænginni, sólskinsbletti á loftinu, mynd eða ldukku
á veggnum. Þá beinist áhuginn einnig að líkamshlutum barnsins
sjálfs, fin'grunum, fótunum, en allir þessir hlutir eru áhugaefni
hvítvoðungsins aðeins að svo miklu leyti sem þeir eru leikföng
fyrir skynfærin og hreyfingar útlimaiina. Þáð eru ekki eiginleik-
ar hlutanna eða innri bygging, sem á þessu stigi vekja áhuga,
heldur það, að hægt sé að horfa á þá, fylgja hreyfingu þeirra
með augunum, þreifa á þeirn, rífa þá í sundur o. s. frv. Ekki
er hægt að efast um, að til grundvallar þessum áhuga ungbarns-
ins liggja þarfir til vaxtar, einmitt í þær áttir, sem áhuginn
beinist.
Seinast á fyrsta árinu, og þó sérstaklega á öðru aldursári, kem-
ur nýtt áhugamál til sögunnar, sem varir lengi. Það er áhuginn
fyrir málinu, orðunum. Barnið er reyndar nokkru fyrr byrjað að
mynda atkvæði, en það er tæplega fyrr en io til 12 mánaða, sem
það tekur að leggja í sum þeirra ákveðnar merkingar. Upp frá
því hefir það um alllangt skeið óhemju áhuga á því að safna
í orðaforðabúr sitt. Það er hrifið af orðunum orðanna vegna,
það lærir orð og orðatiltæki og finnur til fullnægju í að læra
þau jafnvel án þess að skilja hvað þau tákna. Þessi feikna áhugi,
sem sprottinn er af sérstakri vaxtarþörf heilans og sálarlífsins,
gerir barninu mögulegt að leysa af hendi eitt hið mesta afreks-