Menntamál - 01.03.1933, Side 20

Menntamál - 01.03.1933, Side 20
52 MENNTAMÁL — Þessi skipti vöktu þó litla ánægju. Börnin vildu fá aÖ vera kyrr í Grænlandi. Til þess að vekja áhuga þeirra á þessu nýja umnverfi, sagði eg þeim, að nú fengju þau að heimsækja svert- ingja. „Já, en það er nú sama,“ svaraði einhver tafarlaust. „Mér þykir miklu vænna um Eskimóana.“ En við urðum nú samt sem áður að hverfa frá Grænlandi. Og það leið ekki á löngu áður en börnin urðu eins hugfangin af risagróðri frumskóganna, mannöpunum, dvergunum og svert- ingjunum, eins og þau voru af Grænlandi. Þar skorti hvorki á áhuga né skilning. Þannig héldum við nú áfram og athuguðum þessi 12 svæðí, sem eg hefi áður nefnt, i ýmsum heimshlutum. Þættirnir um. þessi 12 svæði urðu smám sainan til við nána samvinnu við nem- endurna, og eg réðst ekki í að gera bók úr þeim fyrr en eg var búin að þaulreyna þá. Sjálfsagt hefði eins vel rnátt gera aðra þætti um önnur svæði, en setja verður þáttafjöldanum tak- rnörk vegna kostnaðar við prentun. Aldrei hefi eg þurft að kvarta undan skorti á vinnuákafa. Stundum hefi eg fremur óttast, að ákafinn væri of mikill. Einu sinni kom drengur til mín á mánudagsmorgni, — pahbi haris. var læknir, — og sagði mér, að hann hefði setið inni allan sunnu- daginn og grúskað í landafræði. „Hvað heldurðu að pabbi þinn segi?“ spurði eg. „Pabbi, hann er orðinn alveg eins sólginn í landafræði og eg,“ svaraði hann. Þá varð eg róleg. Annar dreng- ur var það, sem hélt áfram að skrifa um freðmýrar og hirð- ingja, þegar skólanum var slitið í júnílok, eftir því, sem for- eldrar hans sögðu mér. Einu sinni, þegar mér fannst of mikill tími fara í öll skrifin um ýms dýr, einkum þau, sem ekki er getið í „Náttúran og mennirnir", stakk eg upp á því, að þau skrifuðu aðeins 2 málsgreinar um hvert dýr. En þá skall yfir mig flóðalda af mótmælum. „Megum við ekki skrifa meira?' Megurn við ekki skrifa eins mikið og við viljum? Eg þarf að minnsta kosti að skrifa þrjátíu málsgreinar." „Og eg líka.“ „Og eg líka.“ Hvað á að gera við slíku? Banna? Gefast upp? Mestur er ákafinn við að safna að sér allskonar efni, og þau

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.