Menntamál - 01.03.1933, Side 22
54
MENNTAMÁL
var um aÖ ræða. Ef menn vilja að börnin fái tækifæri til
að starfa upp á eigin spýtur, þá verða þau að fá að fást við
það, sem þau skilja og hafa sjálf yndi af. Það er ekki ástæðu-
laust að gera sér þetta ljóst, þvi að nú er það nokkuð algengt
að telja jafnvel það sjálfstæða starfsemi, ef börnin fá að krota
með blýanti á blað. Einkum á eg hér við allan þann grúa af
handbókum í landafræði, sem út hafa verið gefnar í Svíþjóð,
og börnunum er svo ætlað að vinna úr þeim hagfræðilegar
töflur og tölur. Þetta er að vísu starf, en efast má um gagn-
semi þess. Það er ekki að raunalausu, að meðal uppéldisfræð-
inga af hinum nýja skóla er ekki talað um starfsemi barna við
nám, heldur sjálfstæða starfsemi og hagnýta.
Samkvæmt þessari námsaðferð, lesum við fyrst landfræði-
þættina, sem eg nefndi áður, þá um aðrar heimsálfur, og sið-
ast um Evrópu. Annars er það venja, svo sem kunnugt er, að
lesa fyrst um Evrópu, og menn færa það til, að léttast sé og
skemmtilegast að lesa um það, sem næst liggur. En hvað ligg-
ur næst? Liggja Þýskaland, Frakkland eða Rúmenía nærri?
Nei, ekkert liggur öðru nær barninu en það, sem það hefir
séð með eigin augum. Hin mikla villa, sem oft spillir átthaga-
fræðinámi, er sú, að menn halda, að ungurn börnum þyki svo
ákaflega gaman að öllu, sem snertir ættjörðina. Sannara mun
það vera, sem Sven Lönborg heíir sagt:
„Menn halda, að barni í Gautaborg ]>yki skemmtilegra að
lesa og heyra um Alingsás og Væni en um Jokohama og Dauða-
hafið. Þetta er sennilega þveröfugt. Það er hjátrú, að auð-
lærðara sé um land, sem liggur innan ioo km. fjarlægðar en
hitt, sem liggur iooo km. burtu, það er að segja, ef barnið
hefir hvorugt séð með eigin augum. Þvert á móti er því oft
þannig farið, að nota þarf hið fjarlæga til að vekja áhuga á
því, sem nær liggur. Mynd af Kaffakonu, sem malar mjöl með
tveim óhöggnum steinum, getur vakið löngun til að vita, livernig
nýtisku kornmylna er gerð. Sögur um það, hvernig villimenn
gera eld, getur vakið löngun til að kynnast eldspýtnasmiðju."
Það er því af uppeldisfræðilegum ástæðum réttara, að byrja