Menntamál - 01.03.1933, Síða 24

Menntamál - 01.03.1933, Síða 24
MENNTAMÁL 56 -eftirlits, utanfararstyrkur kennara 2000 kr., og styrkur til upp- eldisfræSináms erlendis 1200 kr. AuÖvitað er niðurskurÖur þessi gerður í nafni kreppunnar, og munu þeir, sem að honum standa, ekki vera í vandræðum með málsvarnir: Þjóðin er stödd í fjárhagslegu öngþveiti, allir verða að leggja hart að sér, neita sér um nauðsynjar, standa saman möglunarlaust o. s. frv. Við könnumst öll við þessar og þvílíkar föðuríegar áminn- ingar stjórnmálamannanna nú á dögum, og skal því síður en svo haldið fram, að þær séu tilefnislausar. En erfitt mun það reynast að telja kennurum og sjálfsagt mörgum öðrum, trú um þaS, aS sparnaöur af því tagi, sem hér hefir verið sagt frá, sé réttmæt kreppuráðstöfun. 1 fyrsta lagi vegna þess, að framlög til uppeldismála hafa undanfarið verið af svo skornum skammti, að ekki er ofmælt, að þjóðin hafi í þeim efnum um langt skeið búið við hörmu- legt kreppuástand. Kennarar hafa búið og búa við sultarlaun. Uppeldisfræðimenntun þeirra hefir að miklu leyti verið sjálfs- menntun, og minna lagt til hennar frá þjóðfélagsins hálfu en dærni munu til í nokkru öðru siðuðu nútíðarþjóðfélagi. Hversu kennarar eru afskiptir í þessum efnum kernur líka vel í ljósmeö því að bera þá saman við aðra sambærilega starfsmenn, t. d. læknana. Ekki er ástandið glæsilegra ef litið er á aðrar hliðar kennslumálanna, svo sem húsakynni, áhöld og bókakost. í öðru lagi er þessi ráðstöfun óeðlileg vegna þess, að ekki hafa verið felldir niður sambærilegir liðir í öðrurn greinum, t. d. engan veginn felldir niður allir utanfararstyrkir og heldur ekki allir námsstyrkir. Þá má og benda á það, að Búnaðarfélaginu eru ætlaðar urn 200 þús. kr. og mikið af því fer til ráðunauta í landbúnaðarmálum. En á sama tíma þykir óhæfilegt að veita einar 10 þú.s kr. til ráðunauta í uppeldismálum. Eru þó ótal margir útgjaldaliðir, sem réttmætt væri að taka hér til sarnan- burðar, þ. á. m. stórútgjöld til framkvæmda eins og ríkislög- reglu, sem mikill hluti þjóðarinnar telur óhæfu eina. 1 þriðja lagi er kreppusparnaður til uppeldismálanna óverj- andi vegna þeirrar viðurkenndu staðreyndar, að frumorsakirn-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.