Menntamál - 01.03.1933, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.03.1933, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL 57 ar til þeirrar kreppu, sem nú þjakar heiminum, eru hvorki hag- fræðilegar né pólitískar, heldur sálfræðilegar og félagslegar. Hin félagslega og sálfræðilega þróun er orðin langt á eftir verkleg- um framkvæmdum og tækni. 1 eyrnd sinni og bágindum reyna þjóðirnar aS kalla fram nýjar þjóSmálastefnur og nýja leiS- toga, en á bak viS þessa leit vakir þó hugboS um þaS, aS ekkert geti til lengdar bjargaS annaS en vaxandi vitsmuna og siðgæSis- þroski einstaklinga og þjóSa. Um fullorSna fólkiS, sem búiS er aS fá fastmótaSa skapgerS og lífsvenjur, er þess ekki aS vænta, aS það taki miklum framförum. Vonirnar um félags- og menn- ingarframfarir eru bundnar viS bernskuna og leiðtoga hennar og þær hafa fengiö íbiyr undir báSa vængi og stórfelldar fram- farir uppeldisvísindanna og tilraunir, er sýnt hafa, aS barnseSliS er máttugra og auSugra af möguleikum en merin höfðu látið sig dreyma um áSur. 1 samræmi viS þessar staðreyndir hafa sumar þjóðir talið þaS til helstu bjargráða á krepputímum að auka stórlega fjárframlög til uppeldismála. Má sem dærni nefna Austurríki, sem eftir heimsstyrjöldina lenti í einhverjum þeim mestu atvinnu- og fjárhagserfiSleikum, sem dæmi eru til um nokkra þjóð. Á þessum hörmungartímum var i Vínarborg horf- iS aS því ráði, aS auka aS miklum mun fjárveitingar til upp- eldismála. Við háskólann var komið á íót öflugri rannsóknar- og kennslustofnun í uppeldisvísindum. Þar stunda kennara- efnin nám og allir starfandi kennarar voru skyldir aS sækja þangað námskeið og fengu til skiptis frí frá störfum á meðan. Stórar hallir frá keisaratímanum voru teknar til afnota fyrir börnin. Stórfé var veitt til útgáfu nýrra barnabóka, til kennslu- áhalda, ferSalaga barna o. s. frv. Náin samvinna komst á milli skóla og heimila. MeSan Belgía var flakandi í sárum eítir styrj- öldina miklu, urðu þar stónnerkar framfarir í skólamálum. í Tyrklandi hefir á síðustu árum orðið einhver stórfelldasta menningarbylting, sent sögur fara af. Framfarirnar eru taldar ganga kraftaverki næst. En þær liafa mætt mikilli mótstöðu og kostaS óhemju erfiði. Hinn mikli leiðtogi þjóðarinnar, Mustafa Keinal, telur skólana vera hyrningarstein framfaranna.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.