Menntamál - 01.03.1933, Page 27

Menntamál - 01.03.1933, Page 27
MENNTAMÁL 59 furöulega meöferö þingsins á málum kennaránna er aö vísu aÖ eins áframhald af því skilningsleysi, sem ráði'Ö hefir í þess- um efnum undanfariÖ. Þó er nú svo langt gengið að þessu sinni, að það ætti að vera kennurum rækileg áminning um að standa fastara saman og hefja harðvítuga haráttu fyrir málefn- um sínum. í rauninni virðist kennarastéttin standa mjög vel að vigi í þessari Iraráttu, og það af tvennum ástæðum. Kennarar eru dreifðir um allar byggðir landsins og margir þeirra áhrifa- menn í stjórnmálum hver í sínu kjördæmi. Þeir verða að taka sig saman um að beita þessum áhrifum til að korna fram hags- munamálum skólanna og stéttarinnar. Ætti jrað að vera sjálf- sögð skylda hvers kennara að neita að veita þeinr þingmönnum kjörfylgi, sem fjandskapast við málefni kennarastéttarinnar. Á hinn bóginn liggur aðalstyrkur okkar kennaranna í sjálfum mál- efnunum, sem við berjumst fyrir. Við berjumst t. d. fyrir bætt- um launakjörum vegna þess, að við viturn, að starf okkar ber því að eins fullan árangur fyrir börnin og þjóðíélagi'ð, að við getum helgaö því óskipta krafta okkar, í stað þess að neyðast til að hafa það sem hjáverk eins og gildandi launalög gera ráð fyrir. Við gerum kröfur um framhaldsmenntun, kennaranám- skeið, utanfararstyrki, kennslueftirlit, uppeldisfræðibókasöfn, tilraunaskóla, rannsóknir á börnum o. s. írv. vegna þess að þarf- ir þjóðfélagsins heirnta stöðuga og hraðfara framþróun í kennslumálum. Við gerum kröfur um bætt skólahús og hollustu- hætti, fullkömnari kennsluáhöld og stórlega aukinn og endur- bættan bókakost barnanna til þess að geta skapað börnunum nauðsynlegustu þroskaskilyrði. Að kennarar bera fram þessar kröfur frenmr en aðrir stafar af því, að þeir skilja manna best þroskamöguleika barnanna, máttinn, sem í barnseðlinu býr, og það óbætanlega tjón, sem af því leiðir fyrir þjóðfélagið, að mál- ■efni barnanna séu vanrækt. Takist okkur að gera almenningi þetta skiljanlegt, fáum við kröfurn okkar framgengt á auga- hrag'ði. Við höfum þess vegna ekki einungis rétt heldur skyld- ur til að hera þær fram, og það engu sí'Öur á alvarlegustu kreppu-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.