Menntamál - 01.03.1933, Side 28
6o
MENNTAMÁL
tímum en í góÖæri. MeÖ ]nú að fá þeim framgengt er helst
von aÖ komið ver'Öi í veg fyrir þær geigvænlegu kreppur í fram-
tíÖinni, sem nú þjaka og ógna þjóðunum.
Sigurður \Tliorlacius.
Matyjafir í skólnm.
í des. s. 1. reit eg greinarstúf meö þessari fyrirsögn i fjöl-
ritaö blaö, sem viö gefum hér út í skólanum og sendum með
börnunum inn á heimilin.
Menntamál tók greinina upp, án þess aö geta þess, að hún
var rituö i þetta heimilablað og því mjög staöbundin. Raunar
munu lesendur Mnt.m. hafa skilið að svo hlaut að vera, þó
ritið gæti þess ekki, enda tekur efnið sjálft til alþjóðar. Og
einmitt vegna þess vil eg bæta hér við fáeinum orðum um
reynslu okkar hér í þessum efnum, þó ekki sé hún löng, aðeins
4 mán. Við höfðum ætlað að koma hér á i vetur morgunmat-
argjöf í skólanum, allfjölbreyttri, en af fjárhagsástæðum
varð eigi unnt að hafa þessa hressingu aðra en mjólk og lýsi.
Þegar slíkt er upptekið í skóla, þarf vel að gæta þess, a&
engin hætta geti orðið á smitun vegna ónógra þrifa. Enginn
grunur um minnstu hættu má komast inn i fólkið, ef vel á aö'
fara. Foreldrar eru viðkvæmir í þeim efnum, og er raunar
ekki láandi. Við mjólkurgjöfina nægja hin alm. þrif, þvottur
og þurkun, en að því er lýsisgjöfina snertir kemur nokkuð
annað til greina. Og þar sem það mun nýmæli að gefa lýsi
i' skóla, þurfti að takast vel í fyrstu. Ef nota átti venjulega
aðferð við lýsisgjöfina, að hella því í skeið og gefa það þann-
ig inn, þurfti annað hvort að hafa nokkrar skeiðar í takinu
og hreinsa þær jafnóðum t. d. úr heitu sódavatni, eins og gerc
var i „Grænuborg" s. 1. sumar, og kostar það ærna vinnu og
er seinlegt, eða láta hvert barn hafa sína skeið með sér og