Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 4
150 MENNTAMÁL ,,Þar var ekki um annað að ræða en farkennslu,“ svar- ar Friðrik. „Ég kenndi á 5—6 bæjum yfir veturinn. Einn veturinn kenndi ég á 9 bæjum. Venjulega kenndi ég hálf- an mánuð á hverjum stað framan af vetri og kom svo þangað aftur annan hálfan mánuð síðar um veturinn. Auk þess kom ég á bæina þess á milli til þess að líta eftir heimanámi barnanna. Ég er viss um, að þessi eftirlits- kennsla hefur komið að talsverðum notum, enda virtist mér fólk hafa fullan vilja á að láta börnin læra það heima, sem þeim hafði verið sett fyrir. Yfirleitt mætti ég alls staðar skilningi á starfi mínu og heimilin mátu það mikils.“ ,,Þú hefur líklega ekki haft sérstök skólahús til þess að kenna í?“ segi ég. ,,Ég held nú síður,“ segir Friðrik. „Skólahús munu þá óvíða eða hvergi hafa verið til í sveitunum austanfjalls, þótt barnakennslu hefði verið haldið þar sums staðar uppi um alllangt skeið, t. d. nærri tuttugu ár í Villinga- holtshreppi. Á Eyrarbakka og Stokkseyri voru komin skólahús. En ég kenndi í framhýsum eða stofum, sum- um óþiljuðum. Og um kuldann skulum við ekki tala. Sums staðar kenndi ég í þaðstofunni. Ég var þar oftast einn með börnin á daginn, en á kvöldin sat heimafólkið þar við vinnu sína. Ég skrifaði þá iðulega forskriftir handa börnunum, því að þeim fannst hægara að skrifa eftir þeim en eftir koparstunguforskriftunum, sem þá tíðkuðust.“ ,,Þú hefur haft nóg að gera?“ segi ég. „Ég byrjaði venjulega kennsluna um 10-leytið á morgn- ana,“ segir Friðrik, „og kenndi fram í myrkur. Stund- um kenndi ég líka í rökkrinu, sagði börnunum frá ein- hverju. Á kvöldin kenndi ég svo oft yngri börnum að stafa, eða ég sagði fermdum unglingum til í reikningi og dönsku. Lögðu sumir þeirra mikið kapp á námið og komust furðu langt áleiðis á skömmum tíma.“

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.