Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.11.1944, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 155 er þú vannst oss ungum. — Farsældar þér á fimmtugsdegi óska Menntamál. Árin 1932 og 3 gáfu nokkrir kennarar Menntamál út, að því er á titilblaði stendur. Helgi Elíasson fræðslumála- stjóri og Guðjón Guðjónsson skólastjóri í Hafnarfirði munu hafa haft veg og vanda af útgáfu þeirri, en Helgi hafði áður að mestu séð um útgáfu 5. árgangs í forföll- um Ásgeirs. Samband íslenzkra barnakennara keypti síð- an tímaritið og gaf út frá ársbyrjun 1935. Gunnar M; Magnúss, kennari í Reykjavík, var ritstjóri þess 1935, en Sigurður Thorlacius skólastjóri 1937—1940, og þá Gunn- ar aftur 1941—1943. Saga Menntamála verður ekki sögð hér að þessu sinni, hvorki gerð grein fyrir útbreiðslu þeirra né getið um efni, sem hefur verið allfjölbreytt á þessum tuttugu ár- um og margir góðir menn átt þar hlut að verki. En vegna þessara tímamóta hefur útgáfustjórnin snúið sér til þeirra manna, er verið hafa ritstjórar Menntamála, og beðið þá um stutta grein í tímaritið. Hafa þeir allir brugðizt vel við þeirri beiðni. Það varð þó að ráði með ritstjóranum og Ásgeiri Ásgeirssyni, að Menntamál birtu viðtal við hann í greinar stað, og er gert ráð fyrir, að það sé fyrsta viðtalið af þrem eða fjórum, og komi hin síðar og fjalli um efni sem Ásgeiri og ritstjóranum eru hugleikin og lesendum Menntamála ekki óviðkomandi. Fer þetta viðtal hér á eftir, en síðan koma greinar hinna.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.