Menntamál


Menntamál - 01.11.1944, Page 11

Menntamál - 01.11.1944, Page 11
MENNTAMÁL 157 ar hún kemur í sína fyrstu heimsókn. Það er sem betur fer ekki fyrr en eftir langa viðkynningu, sem hún tekur glímutökin. En hvað segirðu um það, að eins og mér finnst nú tíminn kominn á fleygiferð, þá finnst mér líka rúmið vera að skorpna saman. — Hvaða rúm? — Þetta rúm, sem við lærðum um í heimspekinni hjá prófessor Á. H. B. Tími og rúm, þú kannast við það? — Heyrt hef ég það nefnt. En hvað hefurðu til marks um það, að rúmið sé að skorpna saman? — Þegar ég var strákur uppi í Straumfirði, fannst mér eyjan, sem við bjuggum á, vera heil veröld og Hafnar- fjall, í sínum breytilega bláma, svo langt í burtu, að þangað kæmist ég aldrei, að ég nú ekki nefni hafsaugað, sem ég að vísu starði út í, en sá þó aldrei. Þá var minn litli heimur stór. Þegar ég var í skóla, fór ég í kaupavinnu norður í Möðrudal og var eitt sinn fimmtán daga á leið- inni til Vopnafjarðar með Botníu, norður um allt land og inn á hverja vík og vog. En nú í sumar var ég fimmtán klukkustundir frá Reykjavík til Washington í Bandaríkjunum. Finnst þér ekki hin víða veröld vera farin að þrengjast? — Jú. En þetta kalla ég umskipti og engin ellimörk. — Stundum kemur Iðunn með epli þar sem Elli kerl- ing er á ferð. Ef maður er bara nógu fljótur, þá er næst- um hægt að láta tímann standa í stað. — Heldur mundi ég kalla þetta að fljúga á vængjum tímans. — Það kemur í sama stað niður. Eitthvert hlutfall er á milli tímans og rúmsins, eins og prófessorinn kenndi okkur. — Þér er þetta rúm í huga. — Já, það liggur við, að þetta ævintýri geri mig ungan aftur. Að hefjast frá jörðinni í roki og rigningu af hrjóstugu Reykjanesinu og vera innan skamms kominn

x

Menntamál

Subtitle:
: tímarit um uppeldis- og fræðslumál/skólamál
Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
0258-3801
Language:
Volumes:
49
Issues:
180
Registered Articles:
Published:
1924-1976
Available till:
1976
Locations:
Keyword:
Description:
Menntun. Skólar. Uppeldi. Kennsla.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue: 7. Tölublað (01.11.1944)
https://timarit.is/issue/301330

Link to this page: 157
https://timarit.is/page/4553753

Link to this article: Menntamál tuttugu ára.
https://timarit.is/gegnir/991005600969706886

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

7. Tölublað (01.11.1944)

Actions: