Menntamál - 01.11.1944, Síða 14

Menntamál - 01.11.1944, Síða 14
160 MENNTAMÁL látin skrifa sitt af hverju í glósubækur til þess aS fá gleggra yfirlit yfir námsefnið. Sum okkar teilcnuðu kort og dýramyndir til skýringa og glöggvunar, en ég er sam- mála farkennaranum, sem ég minntist á áðan, að gott hefði okkur þótt að fá kortin hans Péturs G. Það eru e. t. v. ekki margir, sem muna eftir kortunum hans Péturs G., en þó munu flestir, sem kenndu hér á landi veturinn 1930—31, hafa fengið þau og allmargir notað þau. Þessi kort voru fyrirrennarar vinnukortanna, sem litlu síðar — og síðan — fengust hjá bókaverzlun- inni í Austurstræti 1 og víðar. Þar eð ég tel, að Pétur G. eigi þakkir skilið fyrir þann skerf, sem hann hefur lagt til aukins sjálfsstarfs nem- enda í barnaskólum með þessum kortum sínum og eins vegna þess, að þar mun vera um fyrstu hérlendu vinnu- kortin að ræða, þá vil ég greina nokkru nánar frá þessu. Þegar ég fór að kenna við Miðbæjarskólann haustið 1929 langaði mig til þess að hagnýta ýmislegt af því, sem ég hafði safnað í sarpinn í námsdvöl minni erlendis. Ég kenndi landafræði í mörgum bekkjum, 1—2 tíma á viku í hverjum. Þar eð hér voru svo fáar kennslustundir í þessari námsgrein í hverjum bekk, þá varð að byggja allmikið á heimanámi, en eins og gerist og gengur var það misjafnlega rækt. Hér gátu vinnukortin komið í góð- ar þarfir, en þá vantaði það, sem við átti að éta, þ. e. vinnukort, sem miðuð væru við þarfir íslenzkra barna- skóla. Ég átti tal um þetta við Sigurð heitinn Jónsson skólastjóra, og kom okkur saman um að leita til Péturs G. Guðmundssonar fjölritara hér í bæ og vita, hvort hann gæti ekki leyst úr þessu vandamáli. Ég fór til Péturs G. Hann velti vöngum fyrst í stað, en auðvitað gat hann og vildi gera tilraun með kortin. Ég átti bara að velja þau og fá honum sýnishorn, er sýndi, hvernig þau áttu að vera. Svo fjölritaði Pétur nokkur eintök. Þau fóru á svipstundu. Aftur var fjölritað og aftur þraut upplagið.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.