Menntamál - 01.11.1944, Síða 15
MENNTAMÁL
161
Þá sagði Pétur, að hann yrði líklega að loka fjölritunar-
stofunni og gefa sig eingöngu að kortaf jölritun!! Þenn-
an vetur fjölritaði Pétur G. kort af íslandi, bæði fjórð-
ungskort og heilkort, ennfremur ýms landa- og heims-
álfukort. Haustið 1930 var kennurum um land allt sent
sýnishorn af þessum vinnukortum og leiðbeiningar um
notkun þeirra. Einu eða tveimur árum seinna komu svo
vinnukort fyrir íslenzka skóla, sem gerð voru í Svíþjóð
ásamt ýmiskonar vinnubókarblöðum, og þá hætti Pétur G.
kortagerð sinni.
Það var ánægjulegt að heimsækja hann Pétur G. í fjöl-
ritunarstofu hans, sem þá var á Laugavegi 4, og sjá þá
miklu alúð og natni, sem hann lagði fram við kortagerð-
ina. Með þessu og ýmsu fleiru sýndi Pétur G., að fjölrit-
unaráhöld eru með beztu hjálpartækjum við alla kennslu,
enda leið ekki á löngu þar til farið var að kenna nemend-
um Kennaraskólans að nota fjölrita (Hektograf). í
Menntamálum hefur verið skýrt frá því, hvernig auðvelt
er að útbúa handhægan fjölrita.
Lítið mun Pétur G. hafa haft upp úr þessari korta-
gerð sinni annað en ánægjuna af því að vita, hvernig
börnin tóku þeim. Mér fannst koma nýtt líf í kennslu-
stundirnar. Börn, sem lítinn áhuga höfðu haft fyrir landa-
fræði, urðu svo kappsöm, bæði í skólanum og heima, að
mér fannst nóg um. Þess vegna munu eigi allfá börn
hafa skotizt inn til Péturs G. og fengið þar kort umfram
það, sem skólinn lét þeim í té.
Þá er lokið frásögninni um kortin hans Péturs G.