Menntamál - 01.11.1944, Síða 18

Menntamál - 01.11.1944, Síða 18
164 MENNTAMÁL SIGURÐUR THORLACIUS: Hlutverk Menntamála Vér lifum á tímum flaums og byltinga. Sorgirnar þung- ar sem blý hvíla á herðum þjáðu mannkyni, sem sér hilla í upprof gegnum sprengjuregn og harðstjórnarmyrkur, og fram undan bjarmar fyrir nýjum tíma. Uppeldis- og kennslumál verða veglegur og áhrifa- mikill þáttur í uppbygg- ingu hinnar nýju frelsis- aldar. íslenzkum kennur- um og öðrum menntafröm- uðum ber skylda til að vera á verði, fylgjast með og tileinka sér erlendar nýj ungar og rannsóknir, sem menningarmálum vor- um mega að gagni verða. Og íslendingum ber einnig að leggja fram sinn skerf til rannsókna og þekking- arbóta. Þjóðmenning vor hefur verið sérstæð um margt frá öndverðu. Hin ytri uppeldis- og menningarskilyrði eru enn sérkennileg á ýmsa lund og þekking vor á uppruna þjóðar og ætterni einstaklinga heilsteyptari en dæmi munu til annars staðar. Allt þetta ætti að veita íslenzkum fræðimönnum, sem fengjust við mannfræði, félagsfræði- og uppeldisfræðilegar rannsóknir, aðstöðu til athugana, sem gætu haft alþjóðlegt gildi. Hlutverk Menntamála, tímarits kennara, í sambandi við

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.