Menntamál - 01.11.1944, Side 19

Menntamál - 01.11.1944, Side 19
MENNTAMÁL 165 þá nýsköpun í íslenzkum fræðslu- og menningarmálum, sem koma þarf og koma mun í náinni framtíð, er næsta mikilsvert og augljóst. Heillaóskir mínar ritinu til handa á þessum tímamótum fela í sér þá einlægu von og það traust, að því auðnist jafnan að ganga í fararbroddi og bera hátt merki framsækinnar kennarastéttar. GUNNAR M. MAGNÚSS: f A tímamótum Það kom stundum fyrir á árunum, þegar ég var rit- stjóri Menntamála, að ég rýndi í The Schoolmaster, skóla- málablað þeirra Bretanna. Einhverju sinni rakst ég þar á fyrirspurn, sem blaðið sendi til margra þjóð- kunnra manna, þlaða- manna, skólamanna, rit- höf unda og stj órnmála- manna. Spurningin var á þessa leið: „Hvað geta nú- verandi stjórnarvöld gert gagnlegast fyrir uppeldis- og skólamál þjóðarinnar ?“ — Fjöldamörg svör voru birt með velmeintum um- þenkingum um betrun fólksins, endurbætur ým- issa lagasetninga, um leng- ingu skólaskyldualdursins upp á við og lengingu hans niður á við, um aukna verklega kennslu, betri trúarbragða-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.