Menntamál - 01.11.1944, Qupperneq 20
166
MENNTAMÁL
fræðslu og eflingu siðgæðis. Allt var þetta svo algengt og
hversdagslegt, að lesandinn veitti því naumast athygli. Eitt
svar stakk þó í stúf við hin öll. Það var aðeins tvær línur,
undirritað Bernhard Shaw, og hljóðaði svo: „Stjórnar-
völdin eru vanmáttug að gera nokkrar verulegar umbætur
undir núverandi þjóðskipulagi.“
Nokkur ár eru liðin, en svar hins gamla gráskeggs og
heimsfræga skálds hefur vakað í vitund minni og beint
huganum að baráttu þjóðar minnar fyrir menntun sinna
uppvaxandi kynslóða. I raun og sannleika hafa skóla-
og uppeldismál íslenzku þjóðarinnar aldrei verið hugsuð
nema frá degi til dags og eru það ekki enn. Allt, sem
okkur hefur hlotnazt á þessu sviði, frá þeim dögum er
Jón Sigurðsson reit skólamálatillögurnar 1842, hefur
komizt í framkvæmd fyrir þungan áróður, ómótstæðilega
þörf, fórnfýsi og harðfylgi einstakra brautryðjenda. En
ég hygg, að óvíða í stjórnmálasögunni eftir 1874 sé hægt
að benda á, að frumkvæðið að framförum í þessum mál-
um hafi verið hjá forráðamönnum stjórnmálanna. Þeir
hafa hverju sinni orðið að láta undan af illri nauðsyn.
Það er hvorki af víðsýni né skilningi valdhafanna á
fræðslu- og uppeldismálum, að við höfum fengið skóla
og fræðslulög, kennslubækur og áhöld nokkur. Hver, sem
véfengir þessa fullyrðingu, geri svo vel og fletti upp í
þingskjölum, stjórnartíðindum, fundagerðum skóla-
nefnda, hreppsnefnda og bæjarstjórna. Slík mál hafa ekki
tendrað ljós á altari pólitískra flokka. Við höfum háð
okkar þræíastrið, einnig á þessum vettvangi, — okkar
frelsisstríð. Við höfum háð reipdrátt við rammt aftur-
hald, innlent og erlent, sem illa þoldi sólina. En við erum
að draga reipið úr höndum þess, við erum að sigra í
okkar frelsisstríði. Við höfum oft þumbazt fet fyrir fet,
stundum fyrir ofurkapp einstaklinga, aðra stundina í
blindri samkeppni um þau hnoss, sem ættu að vera sam-
eiginleg eign allra einstaklinga lítillar þjóðar. Árangur-