Menntamál - 01.11.1944, Page 23

Menntamál - 01.11.1944, Page 23
MENNTAMÁL 169 JÓNAS MAGNÚSSON: Vandamál æskunnar (Jónas Magnússon liefur ver- ið skólastjóri barnaskólans á Patfeksfirði s. 1. 25 ár eða síð- an 1919, en kennarapróf tók hann 1914 (f. 1891). Hann hefur jafnan verið virkur starfs- maður í félagsskap kennara og löngum fulltrúi félags síns á þingum S. í. 15. Opinber mál hefur liann látið allmjög til sín taka og gegnt ýmsum trún- aðarstörfum á þeim vettvangi. Jónas er maður vakandi í starfi sínu og áhugasamur um allt, er að gagni má koma í uppeldismálnm þjóðarinnar.) Fátt tekur okkur kennara sárar en að sjá einhverja af nemendum okkar leiðast á ýmsa vegu afvega, þegar þeir eru sloppnir út úr barnaskólunum. Sá hluti þeirra, sem fer í framhaldsskóla, er of lítill. Fyrir mörgum þeirra er eins og stífla sé tekin úr elfi, þegar barnaskólanám- inu lýkur. Allar hömlur verða lausar og þessi ótamda orka æskulýðsins leitar sér útrásar og setur sér þá oft og tíðum engin takmörk. Fyrr en varir eru allt of margir komnir á ýmsa glapstigu, ssm ekki er auðvelt að sveigja af, og þarf oftast miklu meiri skapfestu til að snúa við en þurft hefði til að forðast villigöturnar, ef styrk hönd

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.