Menntamál - 01.11.1944, Page 24
170
MENNTAMÁL
og leiðandi hefði þá verið til leiðbeiningar og liðveizlu
góðra áforma.
Ég fagna því, að vonir standa nú til þess, að úr þessu
verði bætt að nokkru með skyldu til framhaldsnáms, þótt
ekki verði nema um eins árs skeið. Það hefur sjálfsagt
verið óhjákvæmilegt að færa skólaskyldualdurinn niður í
7 ára aldursmark. En hefur ekki ábyrgð heimilanna og
umhyggju þeirra fyrir andlegu uppeldi barnanna verið
með því of mjög í burtu kippt? Og ég verð að fullyrða,
að þörfin á að færa skólaskylduna upp hafi verið enn rík-
ari, enda nú orðin svo skýlaus, að ekki þykir unnt að láta
við sama standa lengur í því efni. En það var ekki ætl-
unin með línum þessum, að rökræða þetta efni.
Ég hef aldrei getað — og get ekki enn — tekið undir
þann dóm um æskulýð okkar, að hann fari versnandi, og
að æska okkar nú sé öll önnur og verri en þegar við vor-
um ung, sem komin eru til nokkurs aldurs. Þeir skipta
nú orðið hundruðum, nemendurnir, sem ég hef kvatt út
úr barnaskóla, og að örfáum undanteknum hafa þeir allir
verið beztu mannsefni. Því sárara er að vita nokkur dæmi,
þar sem verr hefur farið en vonir stóðu til.
Aldrei hefur íslenzkur æskulýður lifað slílta umbrota-
tíma sem nú. Þess vegna er honum líka meiri vorkunn.
Allir láta sem þeir vilji mikið gera fyrir æskuna. Það
er jafnvel talað um að reisa höll henni til handa í höfuð-
stað landsins. Ekki skal það lastað. En þótt slík höll rísi
af grunni, verður hún aldrei nema umbúðir um eitthvað
annað og meira, sem verður að fylgja. Annars verður því
fé, sem til hennar er varið, kastað á glæ.
Það sem æskuna skortir mest, að mínum dómi, er góð-
ur og hollur félagsskapur við hennar hæfi. Félagsskapur,
þar sem ungmennin fá að beita sér við eitthvað, sem
þroskar þau til sálar og líkama. Barna- og unglinga-
stúkurnar hafa unnið á þessu sviði þarft og gott verk
með sinni starfsemi, að ógleymdum ungmennafélögum