Menntamál - 01.11.1944, Page 25

Menntamál - 01.11.1944, Page 25
MENNTAMÁL 171 og íþróttafélögunum. En mér virðist reynslan sýna, að þessi starfsemi sé ekki nógu altakandi fyrir unglinginn. Ég held það stafi af þvi, að hann skortir athafnir. En að hafast eitthvað að, það vitum við að er öllum ungmenn- um jafn lífsnauðsynlegt sem matur og drykkur. En það er til í landi hér æskulýðsfélagsskapur, þótt hann sé of lítt kunnur, sem ég held að fullnægi þessari athafna- þörf æskunnar öllum öðrum æskulýðsfélögum fremur, að þeim öllum ólöstuðum, en það er skátastarfsemin. Sá fé- lagsskapur er byggður upp öðruvísi en allur annar félags- skapur fyrir æskumenn, sem ég þekki til. í skipulagi skátahreyfingarinnar liggur hennar mikli styrkur. Þar byggist allt á því að allir starfi — séu „activir“ —. Eitt stigið tekur við af öðru og verðleikarnir koma fram í ytri einkennum. Það er metnaður og keppni hvers ein- staklings og hvers flokks að komast sem lengst. Engirm hlekkur má bresta í félagskeðjunni. Það er undir mér og þér komið, að allt takist vel. Nú veit ég, að einhver segir: „Svona er það með öll félög,“ og það er satt. En það er nú svona samt, að í skátastarfseminni er einhver sá kjarni, sem ég finn ekki fyrir í annarri félagsstarfsemi unglinga. Það er hjartað, sem undir slær. Það er alvaran, sem á bak við býr, þrátt fyrir glaðvært líf, sem verður að vera og á að vera. Og eitt er víst: þau eru sönn, einkunnarorðin eldri skátanna: „Orðinn skáti, ávallt skáti.“ Ætlan mín með þessum línum var sú, að benda stéttar- bræðrum mínum á skátastarfsemina og hvetja þá til að kynna sér hana rækilega. Þeir ættu svo, hver á sínum stað, að hjálpa nemendum sínum til að stofna með sér skátafélög. Sú hjálp verður vel þegin, og þeir munu finna, að áður en varir eru þeir orðnir meiri og betri félagar nemenda sinna en þeir áður voru, og að í þess- ari starfsemi hafa þeir öðlazt meiri og betri hjálp til allra uppeldislegra áhrifa en þeir höfðu áður haft af að segja. Einu vil ég þó vara þá við, en það er að fara ekki of

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.