Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 10
56 MENNTAMÁL Börnum fjölgar ört í Svíþjóð, og er því þegar mikil vöntun á skólahúsum og kennurum. Verið er að stofna nýja kennaraskóla, og er búizt við því, að innan fárra ára verði kennaraþörfinni fullnægt. Hins vegar mun ganga erfiðlegar um lausn húsnæðismálanna. Er talið, að næstu 5 árin þyrfti að byggja skóla fyrir 1 milljarð kr. á ári, en árið 1950 var veitt skólabyggingarleyfi fyrir 70 millj. kr. Ekki hefur verið leyft að byggja fimleikahús um nokk- urra ára skeið, en ötullega er barizt fyrir að fá því banni aflétt. í Svíþjóð eru um 2500 sveitarfélög, og eru sum þeirra fámenn. Talið er, að vart fáist viðunandi skipan skóla- málanna í dreifbýlinu, fyrr en litlu sveitarfélögin hafa verið sameinuð til muna. Þá skýrði ræðumaður frá stjórn skólamálanna, frá yfir- stjórn til stjórnar einstakra skóla. Taldi hann, að mikils væri um það vert, að þeir aðilar, sem á einn og annan hátt ynnu að stjórn og skipan skóla- og uppeldismálanna gerðu það vel, en þó skipti mestu máli, að sjálf skóla- og uppeldis- störfin væru vel og farsællega af hendi leyst og í þeim efn- um ylti mest á kennurum og heimilum. Fræðslumálastjórn- in sænska beitir sér nú mjög fyrir athugunum og tilraun- um á þessu sviði. M. a. er — og hefur verið — athugað, að hve miklu leyti útvarpskennsla, kvikmyndir og náms- flokkar geta orðið fræðslumálunum að liði. Unnið er að hóflegri samræmingu í skólunum um náms- efni og prófkröfur, og eru ýmiss konar prófverkefni notuð við það. Fundarmenn fengu — að erindinu loknu — ýmis plögg til skýringar máli ræðumanns. Að loknum þessum erindum urðu talsverðar umræður. Skýrðist margt, sem var fundarmönnum áður óljóst. Eink- um skildist þeim betur en áður, hversu svipaða erfiðleika er við að etja í öllum löndunum, og að stefnt er í sömu átt í

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.