Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 27
menntamál
73
frá söguöld. Þar eru teiknaðir fánar margra þjóða í Evrópu og þjóð-
söngvar þcirra skrifaðir. Þar eru í línuriti aldirnar: Landnámsöld,
söguöld, Sturlungaöld o. fl., og færðir inn hel/.tu atburðir ltverrar
aldar eftir ártölum. Fjölda margt fleira lét hann okkur færa inn í
þessar bækur, og ég cr ekki í nokkrum vafa um, að sá fróðleikur hefur
setið fastar í okkur, heldur en hefði orðið við lestur og yfirheyrslur
einar saman.“ Nr. 1.
Fleiri dæmi verða ekki tekin úr ritgerðunum né fjallað
um aðra kosti kennara, þótt mörgum hafi verið sleppt,
sem skipta þó miklu máli.
Að lokum vil ég benda á það samræmi, sem er með mati
nemenda á kostum kennara, og ákvörðun löggjafarvalds-
ins á hlutverki barnaskóla. Hún er sett fram í 1. gr. í 1.
kafla fræðslulaganna nr. 34, útg. 29. apríl 1946 og hljóðar
svo: „Barnaskólar skulu leitast við að haga störfum í sem
fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda sinna, hjálpa
þeim að öðlast heilbrigð lífsviðhorf og hollar lífsvenjur,
vera á verði um líkamshreysti þeirra og veita þeim tilsögn
í lögskipuðum námsgreinum, hverjum eftir sínum þroska.“
Ryggingarnefnd Kennaraskólans.
Nýlega skipaði menntamálaráðherra byggingarnefnd Kennara-
skólans. Þessir menn eiga sæti i nefndinni: Freysteinn Gunnarsson
skólastjóri, formaður, Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, Einar Erlends-
son liúsameistari, Pálmi Jósefsson skólastjóri, tilnefndur af SIB, og
Guðjón Jónsson kcnnari, tilnefndur af Nemendasambandi Kennara-
skólans.
Upyeldismálaþing
verður haldið í Reykjavík nú í vor. Hefst það 13. júní. Gangast
samtök kennara við barnaskóla og framhaldsskóla fyrir þinghaldinu.
Aðalmál, sem um verður fjallað, eru unglingafræðslan og samband
hennar við barnaskóla- og gagnfræðanám og enn fremur kennara-
’nenntunin.