Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 32
78
MENNTAMÁL
til að ljúka æfingunum. Fyrsta æfingin er mjög einföld og
létt. Hver ný æfing felur síðan í sér litlu þyngri viðfangs-
efni, og meðferð nýrra áhalda bætist þannig smásaman
við. Æfingarnar eru 27, en munirnir eru 133. Það er því
um marga muni að velja úr sömu æfingu. Nemendur þurfa
því ekki allir að smíða sams konar hlut samtímis, þótt
þeir séu allir að læra sömu smíðaæfinguna. Þarna er því
hægt að beita hópkennslu, þótt nemendur séu með sinn
hvern hlutinn. Annars er hópkennslu lítið beitt í sænskri
handavinnukennslu, mest einstaklingskennslu. — Eftir
sænska kerfinu eru handavinnusalir ætlaðir 18 nemendum,
en helzt ekki hafðir fleiri en 15 í tíma. Það er miðað við,
að bekkjum sé tvískipt.
Norslca kerfið. 1889 var smíðakennsla gerð að skyldu-
námsgrein í norskum skólum. Höfundur norska kerfisins
var Hans Konrad Kjernerud. Hefur hann lært bæði af
0. Salomon og Axel Mikkelsen. — í kerfi Kjerneruds er
jöfnum höndum lögð áherzla á að þjálfa meðferð áhalda,
og að kenna ýmis atriði smíðanna. Munaval og kennsluröð-
un er mótuð af sænska kerfinu, en kennslan í meðferð
áhalda er líkari danska kerfinu.
Kerfi Kjerneruds hefur nú frá því upp úr 1940 þokað
fyrir hugmyndum sænska arkitektsins Malmstens. Handa-
vinnan í norskum barnaskólum er nú æði frjáls, nemendur
kjósa sjálfir, hvaða hluti þeir smíða, og í samráði við kenn-
arann ákveða þeir, hvaða smíði skuli vera á hverjum hlut,
og einnig stærð hlutanna, form og hlutföll. Ætlazt er til,
að nemendur noti vinnubók, og í framkvæmdinni er svo
víða, en ekki alls staðar.
1 framhaldsskólunum heldur kerfi Kjerneruds að mörgu
leyti velli ennþá. Þar er nemendum kennt að fara með
áhöldin, kennt að hvetja og búa áhöldin í hendur sér. Hin
ýmsu atriði í smíðunum eru þar skýrð og kennd. Nemendur
læra vinnuteikningu og skulu læra að vinna eftir teikn-
ingum. — I öllum þessum löndum er drengjum kennt að