Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 30
76 MENNTAMÁL hlutur er smíðaður, er gerð vinnuteikning af honum í vinnubókina. Hluturinn er sýndur frá þremur hliðum, svo að auðvelt er að smíða eftir teikningunni. Nefna Danir þessa teikningu veltemetoden: Einnig er skrifað það, sem Danir kalla arbejdsgang. Er það niðurröðun og fyrir- komulag verksins. f stöku tilfellum var gerður efnisreikn- ingur og kostnaðarreikningur um hlutinn. — Aðalþættir uppeldisáhrifa þessa kerfis eru: reglusemi, nákvæmni, sparsemi, hagnýtni og þrifnaður. Þetta eru miklir kostir, en uppeldislegar veilur þessa kerfis virtust mér vera fólgn- ar í því, að nægileg rækt er ekki lögð við þroska einstakl- ingsins og frjálst framtak, og hugmyndaþroskun nemand- ans fær ekki notið sín. Ég hef stiklað hér á stóru við að lýsa danska kerfinu, þó sé ég, að þetta verður of langt mál, ef ég geri hinum kerfunum sömu skil, og mun ég því reyna að fara fljótara yfir sögu. Aslcov-keifið er líka danskt, en er upprunnið frá Náás í Svíþjóð, hefur síðan mótazt af dönskum staðháttum og orðið fyrir nokkrum áhrifum frá dönskum skólasmíðum. — Hnífurinn var fyrsta verkfærið, sem æft var, en nú er hnífurinn minna notaður. Unnið er eftir teiknuðum fyrir- myndum eins og í dönskum skólasmíðum. Þó er þar æði mikill munur á fyrirmynda vali. Hefillinn er tekinn á undan söginni, þó þannig að æfð er aðeins léttasta hefil- æfingin, síðan sögin og æfð léttasta sögunaræfingin. Þannig fara nemendur fljótlega að vinna með mörgum áhöldum. Síðan eru smáþyngdar áhaldaæfingarnar. •— Þannig er kerfið hugsað og skipulagt, en um leið og ég skýri frá þessu, þá vil ég einnig greina frá því, að á stöku stað, þar sem ég fylgdist með kennslu eftir þessu kerfi, fannst mér kennslan í áhaldameðferðinni hálfgerður graut- ur. Hjá öðrum kennurum var þetta oft markviss kennsla. Eftir Askov-kerfinu eru smíðastofur ætlaðar 18 nem- endum í mesta lagi, en helzt skal ekki hafa yfir 15 nem-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.