Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.05.1951, Blaðsíða 13
menntamál 59 öðrum virðist sem hann brjótist fram með miklum um- brotum. Mestu umbrotaskeiðin, og þá um leið viðkvæm- ustu þroskaskeið uppvaxtaráranna, eru hin svokölluðu þrjózkuskeið — hið fyrra einhvern tíma á aldrinum 2*4 —5 ára óg hið síðara á aldrinum 13—15 ára. Á þessum aldursskeiðum setur tilfinningalífið óvenju mikinn svip á háttalag barnsins. Það er viðkvæmt og sterkt í senn. Hið geðræna atlæti, sem barnið nýtur á þessum aldri, hefur tvímælalaust mjög afdrifarík áhrif á geðsmuni barnsins bæði í bráð og í lengd. Þess vegna ber nauðsyn til, að uppeldið miði þá sérstaklega að geðvernd, en varist allt það, sem valdið getur geðröskun. Eins og samheiti þessara tveggja skeiða bendir til, auð- kennast þau fyrst og fremst af þrjózku og neikvæðum við- brögðum. Börnin eiga mjög erfitt með að sætta sig við vilja fullorðna fólksins og yfirráð þess. Sjálfræðisþörf þeirra er mjög rík. Þau vilja fara sínar eigin götur. Á fyrra þrjózkuskeiðinu á hin neikvæða afstaða barn- anna fyrst og fremst rót sína að rekja til þess, að sjálfs- vitund þeirra er að vakna til fulls. Þau eru farin að kenna vilja síns, máttar og megins. Þau finna brátt, hvers þau eru megnug og njóta þess í ríkum mæli. Hávaðasamt „nei“, öskur og þrjózkuköst fá þeim mikið vald í hendur. Þau geta þá auðveldlega náð yfirráðum yfir foreldrunum. (Þess ber að minnast, að börn eru yfirleitt taugasterkari en full- orðið fólk og þess vegna bera þau oft sigur úr býtum í þessum viðskiptum.) Hegðun barna á síðara þrjózkuskeiðinu — eða gelgju- skeiðinu eins og það er venjulega kallað — mótast mjög af því uppeldi, er þau nutu fram að þeim tíma og þá ekki sízt af því, hvernig brugðizt var við þrjózku þeirra og til- finningasemi á fyrra þrjózkuskeiðinu. Orsök þeirra um- brota og þess óróa, sem barnið á við að stríða á þessu tíma- bili, er fyrst og fremst kynþroskinn, sem nú er að hefjast fyrir alvöru, og þær líkamlegu breytingar, sem kynþrosk-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.