Menntamál - 01.05.1951, Page 18
64
MENNTAMÁL
Frá kennurum og nemöndum II.
SVANLAUG ERMENREKSDÓTTIR:
Jákvæð samskipti nemenda
og kennara.
i.
1. „Aldrei gleymi ég, hve vel þú skildir okkur nemerid-
ur þína og hve okkur fannst, að þér þætti vænt um okkur.
Við launuðum þér það líka með hlýju og góðum áhuga a. m.
k...Ég þakka kennurunum mínum fyrir þessi indælu
skólaár". Nr. 7.
2. „Mér finnst kennarinn eiga fullkomið þakklæti mitt
og viðurkenningu skilið fyrir, hvað hann leggur sig vel
fram um að fræða mig .. . þegar ég var í barnaskóla, kenndi
mér aðeins einn kennari. Mér þótti ákaflega vænt um hann
.. . mér fannst hann vera að kenna mér af ást og umhyggju
fyrir því, að ég fengi að vita sem allra mest. . . í fáum orð-
um sagt held ég, að ég hafi virt hann fyrir þekkinguna,
verið þakklátur honum fyrir, hvað hann lagði sig fram
um að kenna mér og þótt vænt um hann fyrir, hvað hann
var góður við mig.“ Nr. 6.
3. „Það, sem ég tel, að kennari minn hafi gert mér mest
gott, er, að hann skapaði hjá mér áhuga fyrir náminu, þörf
fyrir að fræðast og menntast og virðingu fyrir kennaran-
um, sem þó var ekki einskorðuð við hann, heldur beindist
einnig að mönnum og málefnum, sem um var fjallað, til-
verunni og sjálfri mér .... Góður hugur minn til kennarans