Menntamál - 01.05.1951, Síða 34

Menntamál - 01.05.1951, Síða 34
80 MENNTAMÁL til fyrirmyndar um frágang allan. Má vera, að efnahag- ur Svía og aðstæður hin síðari ár ráði þar nokkru. Mest sá ég 9 saumavélar í sænskri handavinnustofu, sem ætluð var 20 nemendum. Hins vegar eru ákvæði um það í öllum þessum löndum, að ekki megi vera fleiri en fjórir nemendur um saumavél. — Ég tel ekki ástæðu til að fara hér út í að lýsa handavinnusal, töflum, strauútbúnaði, geymslum og öðru þess háttar. Þó vil ég aðeins minnast á ljósaútbún- aðinn. Lýsing í nýjustu handavinnustofum stúlkna í Sví- þjóð var á þann veg, að loftin voru máluð ljós. Perurnar báru mikla birtu, að neðan voru þær skyggðar með hjálmi, en að ofan voru ljósin óvarin. Þetta er gert til að láta loft- ið endurkasta ljósinu, og fá þannig jafna birtu um stofuna. Kennslukonur létu verr af þessari lýsingu en þeirri, er tíðkaðist þar á undan, þ. e. að hafa hreyfanlega lampa yfir vinnuborðinu, þannig að tveir eða fjórir nemendur væru saman um eitt ljós. Hússtjórn. Hússtjórn eða skólaeldhúskennsla er bæði bókleg og verkleg, er venja að einum fimmta til eins þriðja hluta námstímans sé varið til bóklegrar fræðslu. f bóklegu kennslunni er kennt reikningshald og um kostn- að við matargerð, reiknað efni í matinn og hitagjafi. Kennt er um ýmis eldunartæki, efnisfræði fæðutegundanna, nær- ingarefnafræði og heilsufræði. Kennt er um þvottaefni, eiginleika vatns og sitthvað, er lýtur að þvottum og öðru hreinlæti í heimahúsum. I Svíþjóð er auk þess kennt um val húsgagna og frágang á heimilum, lýsingu og upphitun húsa. Og í Svíþjóð, en þó einkum í Noregi er kennt um fæðu og hirðingu ungbarna, um lifnaðarhætti og matarræði barnshafandi kvenna. Þetta var bóklega kennslan. En verk- lega kennslan er aðallega fólgin í matargerð, bökun, að bera á borð og þjóna við það, þvotti, að strjúka lín, pressun, uppþvotti, gólf- og borðþvotti, að hreinsa glugga, þurrka af húsgögnum, búa um rúm og hirða smábörn. Tilhögun kennslunnar er sú, að einni eða tveimur

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.