Menntamál - 01.05.1951, Page 36

Menntamál - 01.05.1951, Page 36
82 MENNTAMÁL ARNGRlMUR KRISTJÁNSSON skólastjóri: Nokkur orð um launamál. Launamálin hafa nú um nokkurt skeið verið ofarlega á baugi, sem vonlegt er. Um s. 1. áramót voru þær breyt- ingar gerðar á gengisskráningarlögunum, að kaup skyldi ekki hækka 1. júlí samkvæmt vísitölu framfærslukostn- aðar, eins og lögin höfðu annars gert ráð fyrir. Ætla mætti, að jafnframt þessum breytingum hefðu verið gerðar ráðstafanir til að halda dýrtíðinni í skef jum, en hvorttveggja var, að þær voru í litlum mæli fyrirhug- aðar og reyndust að öðru leyti haldlitlar. Á hinn bóginn voru samtímis gerðar ráðstafanir til hjálpar bátaútveginum, er höfðu í för með sér aukna dýrtíð (hið tvöfalda gengi). Aukin verðhækkun á erlend- um nauðsynjavarningi og ný gengislækkun á bátagjald- eyrisvörum (frílistavörum) varð hvorutveggja til þess að skapa hraðvaxandi dýrtíð, er öllum launamönnum varð sýnilega um megn að rísa undir. Flest verklýðsfélög höfðu svokallaða lausa samninga, og sögðu fjölda mörg þeirra upp samningum og hótuðu vinnustöðvun 18.—20. maí, svo fremi að ekki yrði samið um greiðslu fullrar vísitölu. Sem betur fór varð hin víðtæka vinnustöðvun stutt, og hlutaðeigandi verkalýðsfélög fengu aðalkröfum sfnum framgengt. Samtök opinberra starfsmanna sáu þegar í vetur, að hverju stefndi. Þau studdu kröfu Alþýðusambands íslands um fulla vísitölugreiðslu, þar sem ekki hafði tekizt að halda dýrtíðinni í skefjum.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.