Menntamál - 01.05.1951, Qupperneq 39
menntamál
85
SITT AF HVERJU TÆI
Frá, stjórn S. í. B.
Fyrir milligöngu sendiherra Dana á íslandi, írú Bodil Begtrup,
bárust íslenzkum kennarasamtökum boð um að senda 10 kennara
til 2—3 vikna dvalar í Danmörku á þessu vori. — Þátttakendur fá
úkeypis fargjald milli landa aðra leið.
Að boði þessu standa dönsk kennarasambönd og NoiTæna félagið í
Danmörku.
íslenzku kennarasamböndin tóku boði þessu með þökkum, auglýstu
°g undirbjuggu för þessa.
Alls bárust 43 umsóknir. Hefur nú verið ákveðið, hverjir skuli njóta
þessa boðs, og voru valdir 5 kennarar frá gagnfræða- og unglingaskólum
°g 5 frá barnaskólum.
Þessir kennarar taka þátt í förinni:
Eiríkur Stefánsson, Reykjavík.
Guðmundur Björnsson, Akranesi.
Helga S. Einarsdóttir, Reykjavík.
Kristin Jóhannesdóttir, Arnardal, N.-ísafj.
Jóbannes Guðmundsson, Húsavík.
Einar H. Eiríksson, Vestmannaeyjum.
Gústav Lárusson, ísafirði.
Hjálmar Ólafsson, Reykjavík.
Jóhann Frímann, Akureyri.
Kristinn Gíslason, Reykjavík.
Fararstjóri verður Jóhann Frímann kennari, Akureyri.
Guðlaug J. GuSjónsdóttir sextug.
Guðlaug J. Guðjónsdóttir kennari í Keflavfk átti sextugsafmæli 14.
febrúar s. 1. Hún liefur stundað kennslu um 36 ára skeið og verið
fastur kennari um við barnaskólann í Keflavík frá baustinu 1919
Vlð góðan orðstír, að því er segir í Faxa, blaði Keflvíkinga. — í grein,
sem Hermann Eiríksson skólastjóri ritar í Faxa, kemst hann m. a.
SVo að orði: „Ekki hefur Guðlaug í neinn skóla gengið, en er þó vel
fuenntuð og margfróð, enda mun hugur hennar snemma hafa hneigzt
að lestri góðra bóka, en af þeim var mikið til á lieimili hennar og
er enn.“ Og síðar segir í sömu grein: „Enn er þó ótalið það, sem
lengst mun halda nafni Guðlaugar á lofti og henni verður seint full-