Menntamál - 01.05.1951, Side 40

Menntamál - 01.05.1951, Side 40
86 MENNTAMÁL þakkað. Eru það störf hennar í barnastúkunni „Nýjársstjörnunni" . .. í stúkunni hafa ætíð verið nær öll hörn í Keflavík á skólaaldri, og munu þau nú vera á 4. hundrað. Menn geta gert sér í hugarlund, hví- likt geysistarf það er að stjórna slíkum félagsskap. Þau eru æðimörg leikritin, sem þær systur (þ. e. Guðlaug og Jónina systir hennar) hafa sett á svið með börnurii og unglingum stúkunnar, leikendum og áhorf- endum til hinnar mestu ánægju. Enn meira er þó um vert hin mörgti frækorn góðvildar og hófsemi, sem þær systur hafa sáð í liin ungu, ómótuðu hjörtu hinna fjölmörgu barna, sem þær hafa leiðbeinl í skóla og utan." Mínútan og byrjandinn. Þessi lieiti á hinum lausu lesblöðum rnunu flestir barnakennarar kannast við. Hef ég alloft látið prenta þessi blöð, einkum Mínútuna, en Byrjandinn hefur ekki verið gefinn út s. 1. 10 ár. Nú liafa kennarar margspurt um þessi blöð, en þau eru fyrir löngu uppseld, og líklega lítt nothæf lengur, þótt einhver slilur kunni að vera til af þeim í skólunum. Hef ég því í hyggju að gefa þau út að nýju í sumar. liyrjandinn verður endurskoðaður og endurbættur af Jóni Þorsteins- syni kennara á Akureyri, sem ég liygg að vera muni í allri fremstu röð lestrarkennara, og er um margt frumlegur í kennslu sinni, enda nær liann jafnan óvenjulega góðum árangri. Tel ég jrað mikils virði að slíkur maður fjalli um Byrjandann, og ættu því blöðin að geta orðið rnikil og liandhæg hjálp við lestrarkennsluna. Sum Mínúlublöðin munu eitthvað breytast, og máske fækka eitt- hvað, líklega í 40 úr 50. Er ætlunin að blöðin öll geti sem hingað til einkum þjónað lestrarnáminu, en jafnframt að einhverju leyti líka orðið til stuðnings við tilsögn í átthagafræðinni. Þá vildi ég gjarnan koma einni mynd á hvert blað, en kostnaðar vegna er það þó ekki fullráðið. Stærð upplags þessara lausblaða er enn ekki ráðin, og þætti mér vænt um, ef skólarnir, sem vildu kaupa þau, sendu mér pantanir sín- ar tneð vorinu, og helzt sem fyrst. Um verð á blöðunum er ekki hægt að segja með vissu enn þá, enda ekki ráðið hve miklu verður til þeirra kostað, en það mun verða eins vægt og unnt er. Akureyri 4. marz 1951. Snorri Sigjússon.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.