Menntamál - 01.12.1953, Síða 4

Menntamál - 01.12.1953, Síða 4
126 MBNNTAMÁL mætti bíða, þar til haustönnum fræðslumálaskrifstofunn- ar — skólaárið 1952—53 — væri lokið. Það var auðsótt. Þá ég því boðið með þökkum, og var síðan ákveðið að fara til Bandaríkjanna laust eftir áramótin 1952—53. Ég hafði góðan tíma til þess að hugsa mál mitt og und- irbúa vesturförina. Dr. Ohlson var mér mjög hjálplegur í mörgu. „Óskalisti“ minn, sem sendur var til Wastington, var í stórum dráttum á þá leið, að ég kysi að kynna mér: a) stjórn fræðslumála og þá einkum störf fræðslumála- stjóra, b) fræðslulöggjöf og reglugerðir, c) skólabyggingar, d) fjármál skóla, e) kennslutæki og áhöld, f) nýjungar í kennslu- og starfsháttum skóla, g) kennslukvikmyndir og notkun þeirra og annarra mynda í skólum, h) hvað gert væri fyrir vangefin börn, bæði andlega og líkamlega. Hér er að vísu um atriði að ræða, sem segja má, að hvert um sig þyrfti helzt megnið af þeim tíma, sem ég fékk til umráða, en samt eru þau flest svo samtvinnuð, að vart væri hægt að taka svo eitt þeirra, að ekki væri komið meira eða minna inn á hin — eitt eða fleiri. Dr. Ohlson átti sænska foreldra, en staðgengill hans, sem kom hingað sumarið 1951, hr. Lorimer Moe, er ættaður frá Noregi. Sá síðarnefndi rak rembihnútinn á ferðaundir- búninginn og leiðbeindi mér m. a. um hin margvíslegu skil- ríki, sem þarf til þess að verða ekki settur í geymslu á Ellis Island, er til New York kemur. Og nú gætti ég þess, að enga stimpla vantaði á vegabréfið mitt. 2. í Washington. Washingtonborg stendur á lágum hæðum norðan við Potomac-ána, en hún aðskilur Virginia og Maryland, og

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.