Menntamál - 01.12.1953, Page 5

Menntamál - 01.12.1953, Page 5
MENNTAMAL 127 jafnframt Norðurríkin og Suðurríkin. Borgin er nú kom- in langt út fyrir það litla landsvæði, sem henni var gefið laust fyrir árið 1800, en það ár fluttist ríkisstjórnin til Washington. Borgin er mjög skipulega byggð. Það var franskur verk- fræðingur, sem fenginn var til þess að gera frumskipulag- ið. Auðvelt er að rata um borgina, því að þær götur, sem liggja milli austurs og vesturs eru auðkenndar með tölum, en þær, sem liggja í norður og suður með bókstöfum — hvorttveggja í réttri röð. Þær götur, sem skáskera áður- nefnd stræti og götur, bera nöfn hinna ýmsu ríkja. Þetta gildir um hvern fjórðung borgarinnar, en þinghúsið, Capi- tol, er sá staður, sem ræður fjórðungsskiptingunni í norð- vestur, norðaustur og suðvestur og suðausturhluta. Tvær aðalgötur Washington liggja samhliða í austur og vestur. Þær heita Constitution Avenue og Independence Avenue. Milli þeirra er fagur og vel hirtur garður, prýdd- ur fögrum trjám og blómum. Við vesturenda þessara gatna er tilkomumikið minnismerki um Abraham Lincoln, en þinghúsið er miðsvæðis milli þessara breiðu gatna. Fjöldi opinberra byggingar er við þessar götur. Allt eru það glæsilegar og stórfenglegar byggingar, en ekki háar. Aðsetursstaður Bandaríkjaforseta — Hvíta húsið — er skammt frá þinghúsinu. Það er íburðarlaus bygging, 2 hæðir með fögrum garði í kring. Við Jón Emil Guðjónsson framkvæmdarstjóri, sem varð mér samferða vestur, bjuggum í litlu gistihúsi, sem heitir National Hotel. Það er nálægt horni 18. strætis og I-götu, þ. e. mjög skammt frá forsetabústaðnum! Við Jón Emil vorum árla á fótum 11. febrúar. Mestur hluti dagsins fór í að hitta það fólk að máli, sem veg og vanda hafði af ferðum okkar og dvöl í Bandaríkjunum. Fyrirgreiðsla öll var hin bezta, markviss og ákveðin. Fólk- ið var lipurt, hjálpfúst og frjálslegt í framkomu. Brátt skildu leiðir okkar Jóns Emils að mestu leyti. Ég

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.