Menntamál - 01.12.1953, Síða 7

Menntamál - 01.12.1953, Síða 7
MENNTAMÁL 129 Nálægt aðalskrifstofu Upplýsingaþjónustu Bandaríkj- anna og skammt frá gistihúsinu, sem ég dvaldist í, er all- stórt hús, þar sem þeir gestir Bandaríkjastjórnar, sem þangað er boðið til þess að fræðast um hagi og hætti þeirra, geta setið á kvöldin, lesið, spjallað og hlustað á og séð sjón- varp o. fl. „International Center“ er það kallað. Á daginn eru þar haldin fræðsluerindi, sýndar kvikmyndir og skuggamyndir. Hér var venjulega allfjölmennt, og var hjörðin oft mislit, því að gestir voru þar frá öllum heims- álfum. Við Jón Emil fórum á þennan stað og höfðum gagn og gaman að. Þessa daga fórum við að sjálfsögðu í íslenzka sendi- ráðið, sem þá var nýlega flutt í mjög snoturt hús — og rúmgott — utan til í NV-hluta borgarinnar. Hittum við þar sendiráðsritarann, Pétur Eggerz, en sendiherrann sat þá á þingi Sameinuðú þjóðanna í New York. Við þágum síðdegiskaffi hjá sendiherrafrúnni og hittum þar Guð- mund Þorláksson kennara við Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar, konu hans og dóttur, en eins og kunnugt er, var Guð- mundur þennan vetur í boði Bandaríkjastjórnar til þess að kynna sér kennslu í gagnfræða- og menntaskólum. Hafði ég mjög gaman af að hitta þau hjón og fjörkálfinn dóttur þeirra, sem nú talaði helzt ensku! Guðmundur ferðaðist um eins og Ameríkani — í eigin bíl — og er það til hag- ræðis fyrir þá, sem hafa konu og börn með sér. 3. í Atlantic City. Síðari hluta laugardagsins 14. febrúar fórum við Jón Emil frá Washington. Við urðum samferða til Baltimore, en þaðan tók ég lest til Atlantic City, en hann hélt áfram til New York. Ég kom til Atlantic City eftir 41/2 stundar akstur. Fræðslumálastjórnin í Washington hafði séð mér fyrir herbergi, og „hafði ég bréf upp á það“. Ella mundi hafa orðið erfitt að fá inni, því að von var á um 18000 gestum

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.