Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.12.1953, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 133 þágu þjóðlegs öryggis (Education for National Security). Auk setningarræðunnar voru fluttir 10 fyrirlestrar. Ræðu- menn voru meðal fremstu manna hver á sínu sviði, enda vakti mál þeirra mikla athygli. Þann fyrirlesturinn, sem mesta hrifningu vakti, flutti roskin kona frá Washington, frú Agnes E. Meyer. Nefndi hún fyrirlesturinn „Freedom of the Mind“ (Hugsana- frelsi). Deildi frúin mjög á óamerísku nefndina og þó einkum á Mc Carthy og allt hans athæfi, sem nú væri einnig farið að verða vart innan skólaveggjanna. Ef ekki yrði afstýrt þrælatökum Mc Carthy’s á skoðanafrelsi manna — sem væri þó eitt af meginatriðum amerísku stjórnarskrárinnar — mundi árangurinn verða sá sami — og ekki betri — en í einræðisríkjunum, þ. e. að frjáls hugsun yrði hneppt í einræðisfjötra. Sagðist frúin von- ast til þess, að Bandaríkjunum yrði forðað frá slíkum „föðurlandsvinum" sem Mc Carthy teldi sig vera. Frúin spurði m. a., hvort ekki myndi réttara, að öldungadeild þingsins léti rannsaka feril Mc Carthy, áður en honum yrði leyft að halda lengra á sinni rannsóknarbraut. Hrifning áheyrenda var svo mikil, að frú Meyer varð oft að staldra við í ræðu sinni. Blöðin birtu útdrátt úr ræðunni, og mátti víða sjá og heyra, að djarflega þótti mælt og ekki í ótíma. Þeim orðrómi var komið á prent — var mér sagt — að ekki væri furða þótt frú Meyer hafi skammað Mc Carthy, því að hún hafi ritað fréttabréf í Pravda og mundi því vera handbendi kommúnista. En frúin brást illa við og krafðist sannana í því efni, og að upphafsmaður óhróðursins yrði látinn gjalda glópsku sinnar. Frétti ég síðar, að starfsmaður í utanríkisþjón- ustunni hafi komið þessum orðrómi á kreik. Sannazt hefði, að alnafna frúarinnar, búsett í Kanada, hefði sent áður- greint fréttabréf og umræddur starfsmaður ráðuneytis- ins hefði verið sviptur embætti. Umræðufundir skiptu nokkrum tugum, gat hver valið

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.