Menntamál - 01.12.1953, Qupperneq 15

Menntamál - 01.12.1953, Qupperneq 15
MENNTAMÁL 137 SNORRI SIGFÚSSON námsstjóri: Stofnaður barnaskóli á Akureyri Grein þessi er upphaf að miklu meira rit- verki, sem höfundur liefur samið um sögu Barnaskóla Akureyrar. En þar sem óvist er, að sú saga verði gefin út á næstunni, falaðist undirritaður eftir því að mega birta þennan kafla í Menntamálum. Var það leyfi góðfús- lega veitt baeði af höfundi og formanni fræðsluráðs Akureyrar, en Akureyrarbær á út- gáfurétt að sögunni. Saga íslenzkrar barnafræðslu er liarla merkilegur þáttur úr sögu nútíma-þjóðfélags Snorri Sigfússon. í landinu. Hefur þeirri sögu þó verið harla lítill gaumur gefinn. Þó að hún sé ekki orðin löng, hafa mörg gögn glatazt, er hana varða, eins og glögglega kemur fram í eftirfarandi grein. Einn þeirra manna, sem beztan skilning hefur sýnt á nauðsyn þess að varðveita þessi gögn, var Jón heitinn Þórarinsson fræðslumálastjóri. Fyrir um það bil fjórum áratugum sendi hann öllum barnaskólum hvatningarorð um að lialda öllu til haga, er sögu þeirra varðaði, og hauð þeirn í því skyni nokkurt rúm í Skólahlaðinu. Er ekki ástæðulaust að brýna enn fyrir mönnum að gæta vel slíkra heimilda sem fundargerða skólanefnda, skóladagbóka og fleira af því tæi. Má t. d. óvarlegt teljast að geyma þess háttar skilríki í timburhúsum. Ritstj. ... 1 árslok 1850 eru íbúar Akureyrar taldir 187 „sálir“. Og 1853 getur blaðið Norðri þess, að þá séu

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.