Menntamál - 01.12.1953, Page 22

Menntamál - 01.12.1953, Page 22
144 MENNTAMÁL Þótt grein P. B. sé ekki beinlínis miðuð við barnaskól- ann á Akureyri, er hún þannig rituð, að hún mun hafa haft vekjandi áhrif. Er þá farið að ympra á því, að setja þurfi skólanum einhverjar opinberar reglur, ákveða hvað skylt sé að kenna, hvaða bækur sé rétt að nota o. s. frv. Og vafalítið sprettur svo grein 0. 0. af þessum umræð- um. Hún felur í sér athyglisverðar tillögur og skynsam- legar, m. a. þær, að lestur sé meira kenndur í skólanum, og danska aðeins kennd þeim, sem vel séu læsir á ísl. mál, o. fl., og er því þarft og gott innlegg í skólamálið yfirleitt. En það, sem mestu varðar þó, er það, að líklegt má þykja að öll þessi blaðaskrif þetta ár, um skóla og menn- ingarmál, og þær umræður, sem þau vöktu, hafi ekki sízt stutt fast að því, að bærinn ákvað að kaupa Hav- steenshúsið og breyta því í skólahús, er varð eitt hið bezta hér sinnar tíðar. Og í þessu sambandi skyldi heldur ekki gleymast að geta þess merkis-atburðar, sem stofnun Framfarafélags Eyfirðinga var, þótt meira snerti það eyfirzka menningar- sögu en sögu barnaskólans, beinlínis. Sú hreyfing ýtti við mörgu út um allar sveitir Eyjafjarðarsýslu og einnig á Akureyri. Markmiðið var að koma á slíkum félagsskap í hverri sveit, með því ætlunarverki fyrst og fremst, að koma á einhverri fræðslu meðal barna og ungmenna. Er t. a. m. ákveðið haustið 1876, að þá skuli þann vetur fela þeim mönnum, hér og þar í sveitunum, sem til þess eru álitnir hæfir, að halda slíkri fræðslu uppi. Er ætlunin að haga þessu á ýmsa vegu eftir staðháttum. Sums stað- ar er börnum og unglingum safnað saman á einn og einn bæ og fenginn maður til að kenna þeim um lengri eða skemmri tíma. Sums staðar er húsbóndinn kennarinn, og gerir hann þá ýmist að ganga við og við á næstu bæi, þar sem börn eru, til að líta eftir uppfræðslu þeirra, setja þeim fyrir og hlýða þeim yfir, eða hann lætur þau koma heim til sín til þess. Reynir félagsstjórnin þannig að sjá um

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.