Menntamál - 01.12.1953, Page 25

Menntamál - 01.12.1953, Page 25
MENNTAMÁL 147 Um kennslustörf dr. Bjarna kemst Benedikt Tómasson skólastjóri m. a. svo að orði í minningargrein í Alþýðu- blaðinu: „Dr. Bjarni var afburðamaður í kennarastóli, og runnu undir það margar stoðir: áhugi hans á starfinu, glögg mannþekking, víðtæk og gagntraust kunnátta í kennslu- grein, skýrleikur og hnitmiðun í framsetningu, snarræði, þegar bregðast þurfti við óvæntum atvikum í kennslu- stund, samvizkusemi sú og vandvirkni, sem einkenndi öll störf hans og áður er lýst, og loks persónuleiki hans allur.“ Á öðrum stað í sömu grein segir: „Þeir þættir í fari hans (þ. e. dr. Bjarna), sem augljósastir máttu vera hverjum manni, sem einhver kynni hafði af honum, voru skarpar, rökrænar gáfur, sjaldgæfur vöndugleiki í öllum verkum, stálvilji og algert yfirlætisleysi. En allir, sem kynntust honum að nokkru ráði, vissu til víss, að hann var feyru- laus drengskaparmaður og æðrulaust karlmenni, sem al- drei lét bugast.“

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.