Menntamál - 01.12.1953, Síða 29

Menntamál - 01.12.1953, Síða 29
MENNTAMÁL 151 reynist það ókleift, er ástæða til uppreisnar gegn slíkum kröfum. Að mínu viti ættu próf fram að fara með sem mestri kyrrþey. Allt írafár og ofurkapp í sambandi við þau tel ég skaðræði. f merkri bók, sem kom nýlega út á íslenzku, segir frá harla fróð- legri athugun. Bókin lieitir Hugur og hönd. Höfundur hennar er danski sálfræðingurinn Poul Bahnsen, en dr. Broddi Jóhannesson sneri bókinni á íslenzku. Athugun sú, sem hér um ræðir, var gerð af norskum prófessor í heimspeki, Anathon Aall. Fer frásögn af lienni hér á eftir: „Aall tók eftir því, að á liverju ári, er hann prófaði stúdenta sína, þurfti hann að rifja upp ýmis atriði úr námsefninu. Honum gramdist Jjetta, Jjví að minni hans var annars gott. Tók hann nú að liugleiða, hvers vegna hann gleymdi Jjessum atriðum ár eftir ár. Hann efað- ist ekki um, að hann festi J>au sér í minni með sömu athygli og hann var vanur, er hann las bók. Hirðuleysi gat þvf ekki verið urn að kenna. Nánari athugun leiddi þó í ljós, að viðhorf hans var annað liér en ella. Afstaða lians var á þessa leið: „Smáatriði þessi eru ekki sérstaklega athyglisverð, en ég á samt að kunna þau í prófinu á morg- un.“ Þegar hann las bækur, gerði hann það til „þess að efla þekk- ingu sína sjálfs sín vegna," ]>. e. til J>ess að taka varanlegum fram- förum. Því spurði liann nú spurningar, er honum fannst J>ó fráleit og ósanngjörn: „Getur verið, að ætlun mín ráði einhverju um J>að, hversu lengi ég man námsefni mitt? Er hugsanlegt, að efni, sem ég læri til J>ess eins að rnuna J>að á morgun, gleymist síðan tafarlaust, en annað, sem ég ætla að muna lengi, festist í minni mínu. Getur minnisásetningurinn haft áhrif á árangurinn, er frá líður?‘“ Hann spurðist nú fyrir meðal málafærslumanna, leikara, ræðu- manna og annarra, sem læra oft ákveðið efni, er flytja þarf á tiltekn- um tírna, og staðfestu þeir reynslu hans. Meðal málafærslumanna voru ]>eir einkum margir, sem kváðust gleyma málum fullkomlega, eftir að dómstólar liöfðu dæmt þau. Síðan gerði Aall nokkurar einfaldar til- raunir í barnaskólum. Krakkarnir áttu að læra sögu, sem kennarinn las fyrir þau. Það kom í ljós, er frá leið, að þá mundu nemendur söguna miklu betur, ef þeir ætluðu sér að muna hana lengi, en ef hún var aðeins numin fyrir næsta dag.“ Bahnsen minnir á latneskt orðtak í ]>essu sambandi: Vitae, non scholac discimus (Við lærum fyrir lífið, en ekki skólann.) Til þessara orða er oft vitnað í mennta- skólum, þótt lítið sé eftir þeim farið. Ætli athugun Aalls mætti ekki verða okkur til nokkurar viðvör- unar við því að gera próf að markmiði og keppikefli námsins. Og ætli hún geti ekki falið í sér nokkura skýringu á því, hvers vegna menntaskólakennarar kvarta um það, að landsprófsfólk kunni ekki

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.