Menntamál - 01.12.1953, Qupperneq 35

Menntamál - 01.12.1953, Qupperneq 35
MENNTAMÁL 157 Ný gagnfrœðadeild. Síðan landspróf miðskóla hófust, eða frá vorinu 1946, hafa allir nemendur framhaldsdeildar Eiðaskóla hagað námi sínu að mestu leyti í samræmi við það próf og gengið undir landspróf. Þar sem námsefni miðskóladeildanna er öllu fremur miðað við framhalds- nám í menntaskóla eða kennaraskóla en daglegar þarfir alls almenn- ings, kom til tals á kennarafundum veturinn 1950—1951 að veita þeim nemendum, sem þess kynnu að æskja, hagkvæmari menntun í framhaldsdeild, menntun, er fremur væri miðuð við kröfur hinna margvíslegu starfa, sem nemendur liverfa að allflestir, að lokinni skóladvöl, en framhaldsdvöl í æðri skólum. í framhaldi af þessum umræðum voru gerð drög að námsskrá, er lögð voru fram í bréfi frá skólastjóra til fræðslumálastjórnarinnar, dags. 11. júlí 1951. Heimilaði fræðslumálastjórnin að stofna slíka deild. Enn fremur heimilaði hún, að bætt yrði við einum kennara vegna aukins verknáms, en setti annars forráðamönnum skólans í sjálfsvald að ákveða námsefni slíkrar dcildar um sinn. Sumarið 1950 var auglýst, að deildiu tæki til starfa. Á kennarafundi 4. október 1951 var gengið frá námsskrá deildar- innar til fullnustu, og fer hún hér á eftir: tslenzka. Allt að helmingi kennslunnar skal verja til bókmennta- lestrar. Lesnar skulu bæði fornar bókmenntir og nútímabókmenntir. Leitazt sé við að skýra aðaldrætti íslenzkrar bókmenntasögu. í staf- setningu séu gerðar sömu kröfur og til landsprófs. Málfærði skal rifjuð upp. Ágrip af bragfræði. Ritgerðir. Sex stundir á viku. Enska. Þýðing, stílar og talæfingar. Talplötur notaðar við kennsl- una. Fimm stundir. Danska. Aðallega þýðing. Litið eitt af stílum og talæfingum. Tvær til ]>rjár stundir. Reikningur. Almennur hagnýtur reikningur, miðaður við dag- legar þarfir. Fjórar stundir. Eðlisfreeði. Sama námsefni og í landsprófsdeild. Tvær stundir (að- eins fyrir pilta). Bókfœrsla. Undirstöðuatriði tviifaldrar bókfærslu kennd. Tvær stundir. Heilsufrœði. Hjálp í viðlögum og almenn heilsufræði. Meiri áherzla skal lögð á heilsufræði en líkamsfræði. Tvær stundir. Félagsfrecði. Auk venjulegrar félagsfræði skal kenna ágrip af heimil- ishagfræði. Ein stund. (Félagsfræði er að nokkru leyli kennd í eldri deild). Landafrœði. Almenn landafræði íslands (þó ekki þau atriði, sem

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.