Menntamál - 01.12.1953, Síða 42

Menntamál - 01.12.1953, Síða 42
164 MENNTAMÁL Athugasemdir og skýringar: 1. Skýrsla þessi er að mestu leyti tekin saman eftir upplýsingum skóla- stjóra eða kennara í byrjun þessa skólaárs og kennaraskrá. Þó er nemendafjöldi í barnaskólum utan Reykjavíkur tekinn að mestu eftir skýrslum síðasta skólaárs. Tala stundakennara í barnaskólum utan Reykjavíkur er einnig tekin eftir skýrslum síðasta skólaárs. Sú tala er lík frá ári til árs. 2. Með unglingaskólum eru hér taldar unglingadeildir barnaskól- anna (1. og 2. deild gagnfræðastigsskóla), þar sem nýju fræðslu- lögin eru komin til framkvæmda, en skólastjóri og kennarar þeir sömu og við barnaskólann. Unglingadeildir í Reykjavík eru þó taldar með gagnfræðaskólunum. í þessari skrá eru þeir einir taldir kennarar unglinga- og mið- skóla, sem ekki kenna við barnaskólana. 3. Fjöldi barna og unglinga við skyldunám mun vera um 18 þús. alls. 4. Um nemendur, sem notfæra sér tungumálakennslu útvarpsins, skal tekið fram, að hér eru þeir einir taldir, sem hafa sent stíla til kennaranna. Vitað er, að afar margir nota þessa kennslu, þótt þeir sendi ekki stíla. Upplýsingar um námsmenn erlendis eru frá gjaldeyris- og inn- flutmngsdeild fjárhagsráðs. Tölurnar eru miðaðar við síðustu áramót. Nemendur skiptast þannig eftir löndum: Danmörk 131, Svíþjóð 65, Noregur 45, Bretlandseyjar 58, Frakkland 24, Þýz.ka- ' land 16, Holland 4, Sviss 8, Austurríki 5, Ítalía 6, Spánn 1, Ameríka 58, Indland 1, Grikkland 1. Freeðslumálaskrifstofa. (maí 1953.) Snorri Sigfússon heiðraður. Bæjarstjórn Akureyrar heíur látið gera brjóstlíkan af Snorra Sig- fússyni námsstjóra í þakklætis skyni fyrir vel unnin störf í þágu bæjar- búa. Hefur myndinni verið valinn staður í barnaskólanum. ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA OG LANDSAMBAND FRAMHALDSSKÓLAKENNARA Ritstjóri: Ármann Halldórsson. Afgreiðslu og innheimtu annast Pálmi Jósefsson. Pósthólf 616, PRENTSMIÐJAN ODDl H. F,

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.