Menntamál


Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.06.1971, Blaðsíða 5
Stefán Júlíusson, bókafulltrúi: Vinátta barns og bókar: Hlutverk skóla- bókasafnsins Erindi flutt á skólastjóraþingi á Laugum 1970 Þegar ég ræði hér um skólabókasafn, er ég ekki að tala um nokkrar bækur, sem dreift er um bekkjardeildir skólans. Eg á ekki við les- flokka, sem geymdir eru í þröngri bókageymslu og oft má hirða betur um, og látnir eru ganga milli einstakra bekkja til lestraræfinga fyrir nemendur. Mál mitt mun enn síður snúast um fáeinar bækur á kennarastofu, alfræðibækur, uppsláttarrit og orðabækur, sem kennarar líta í öðru hverju á hlaupum. Þótt vel megi til sanns vegar færa, að allt þetta sé hlutar þess skóla- bókasafns, sem oftast og víðast liefur verið í ís- lenzkum skólum fram til þessa, mun ég gera hér að umræðuefni alls annars konar skólabókasafn. Erindi mitt er að ræða um skólabókasafnið sem þungamiðju í námi og kennslu, eins konar kjarna skólans, til þjónustu fyrir nemendur og kennara, — veitandi uppsprettu, þar sent tekizt er á við margbreytileg viðfangsefni. Atvikin og heimsstyrjöldin höguðu því svo, að ég liélt til framháldsnáms vestur til Banda- ríkjanna fyrir tæpum þrjátíu árum. Ég settist í kennaradeild Columbiaháskólans í New York- borg og lagði aðallega stund á námstilhögun og kennsluhætti i barnaskólum, auk almennrar uppeldisfræði. Ríkur þáttur í þessu námi var iteimsóknir í fjölda skóla í borginni og nágrenn- inu. Það, sem strax vakti mesta furðu og hrifn- ingu mína í þessum skólaheimsóknum, var þátt- ur bókasafnsins í skólastarfinu. Ég hafði þá þegar það mikla kennarareynslu, að mér var fyllilega ljóst, að margt í skólastarfinu þar vestra orkaði tvímælis, og surnt átti alls ekki við ís- lenzkar aðstæður. En þáttur skólabókasafnsins í starfsemi beztu skólanna kom mér svo skemmti- lega á óvart og varð mér svo sérstaklega lnig- leikinn og umhugsunarverður lærdómur, að ég lagði jafnan leið mína í bókasafnið, þegar ég kom í skóla, og gerði mér far um að kynnast hlutverki þess og þýðingu í námi og kennslu. Vafalaust var ég opnari fyrir þessunt þætti skólastarfsins vegna þess að þrjú árin áður en ég fór vestur, vann ég í Bókasafni Hafnarfjarð- ar með kennslu minni við barnaskólann. Þá var bókasafnið til húsa í Flensborgarskólanum nýja. Var þar ágætis húsnæði, þótt hundrað tröppur MENNTAMÁL 67

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.